Lífið

Wahlberg vill náðun

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Wahlberg sló í gegn á tíunda áratugnum sem rapparinn Marky Mark.
Wahlberg sló í gegn á tíunda áratugnum sem rapparinn Marky Mark.
Leikarinn Mark Wahlberg vill fá náðun fyrir líkamsárás sem hann framdi árið 1988 þegar hann var 16 ára. Þegar Wahlberg var 16 ára réðst hann á tvo víetnamska menn á sama degi, barði þá með tveggja metra löngu priki og hreytti í þá rasískum fúkyrðum.

Seinni árásin varð til þess að maðurinn blindaðist á öðru auga. „Síðan þá hef ég helgað mig því að verða betri manneskja og borgari svo að ég geti verið góð fyrirmynd fyrir börnin mín og önnur börn,“ ritaði Wahlberg í bréfi sínu til náðunarráðsins. Þá vísaði hann í góðgerðarstarfsemi sína.

Árið 2006 sagðist Wahlberg ekki missa svefn yfir fyrra líferni sínu. „Ég gerði margt sem ég sé eftir og hef alveg örugglega bætt fyrir mistök mín,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×