Lífið

Ætla að fyrirgefa í beinni

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Frosti og Máni selja landsliðstreyjur á uppboði í þætti sínum Harmageddon.
Frosti og Máni selja landsliðstreyjur á uppboði í þætti sínum Harmageddon. Fréttablaðið/ERnir
„Við ætlum að bjóða upp á þessar landsliðstreyjur sem okkur áskotnaðist. Þetta er treyja handboltaliðsins þegar það náði öðru sæti á Ólympíuleikunum 2008 og síðan landsliðstreyjan frá stelpunum okkar sem komust á EM-mótið 2009,“ segir Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu en í dag hefst uppboð útvarpsstöðvarinnar X-ins á treyjunum.

Uppboðið er í tengslum við X-Mas tónleikana sem haldnir verða í Gamla bíói 16. desember en allur ágóðinn frá uppboðinu og frá tónleikunum rennur til unglingadeildar SÁÁ.

„Föstudaginn 20. desember ætlum við að tilkynna í beinni útsendingu í Harmageddon bestu fyrirtækin og einstaklingana á Íslandi, þá sem buðu hæst í þessar treyjur,“ segir Máni. „Það er alveg sama hvað fyrirtæki eða útrásarvíkingar hafa gert, þeir sem kaupa þessar treyjur á almennilegu verði verður fyrirgefið. Hver vill ekki láta tala vel um sig í Harmageddon?“

Máni segist treysta því að kvennatreyjan seljist fyrir jafn mikinn eða meiri pening en karlatreyjan. „Enda var þetta miklu meira afrek hjá þeim,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×