Lífið

Kvenlíkaminn tekinn fyrir á sýningu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Þórey Guðný Sigfúsdóttir hefur lengi verið að mála.
Þórey Guðný Sigfúsdóttir hefur lengi verið að mála. mynd/margrét gauja
„Ég er búin að vinna að þessari sýningu síðan síðasta sumar en þetta verður átta málverka sería af svarthvítum olíumálverkum, öllum frekar stórum,“ segir myndlistarkonan Þórey Guðný Sigfúsdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu á Höfn í Hornafirði 19. desember. „Þetta verður sýnt í Pakkhúsinu sem er flottasti veitingastaðurinn í bænum.“

Myndir Þóreyjar eru svokallaðar „nude art“-myndir eða módelmálverk. „Kvenlíkaminn er tekinn fyrir en þetta eru ótrúlega dökkar og svartar myndir þar sem er leikið með skuggann á líkamanum og hann látinn njóta sín,“ segir Þórey, en hún hefur verið að mála síðan hún fæddist að eigin sögn. Hún lagði stund á myndlist í VMA og útskrifaðist af myndlistarbraut í FB en síðan tók hún myndlistarkúrsa í Frakklandi um aldamótin.

Á opnuninni verða síðan tónleikar þar sem bróðir Þóreyjar, Júlíus Sigfússon, mun flytja frumsamda tónlist ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur. „Það virðist ætla að verða góð mæting. Alla vega er ég voða spennt,“ segir Þórey. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×