Lífið

Hugleikur gefur óvænt út nýja bók

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Teiknarar sagnanna eru sigmundur breiðfjörð þorgeirsson og lilja hlín pétursdóttir.
Teiknarar sagnanna eru sigmundur breiðfjörð þorgeirsson og lilja hlín pétursdóttir. Vísir/gva
„Bókin segir frá heimsendi sem er þannig að allir í heiminum detta upp. Þyngdarafl jarðarinnar snýst við, alveg óútskýrt tek ég fram vegna þess að ég gat ekki fundið neina haldbæra vísindalega útskýringu á þessu, mér fannst það bara svo flott,“ segir Hugleikur Dagsson, sem gefur út í dag bókina Endir 3: Ofan og neðan. „Það var smá tæknilegt vesen þannig að þetta frestaðist,“ segir Hugleikur um óvænta útgáfu bókarinnar.

„Allir detta upp á sömu stundu, allir sem eru utandyra þjóta upp í himininn á fallhraða. Þeir sem lifa af eru allir sem eru innandyra, þannig það eru innipúkar heimsins sem erfa jörðina. En þeir erfa hana þannig að þeir þurfa að húka á loftum heimila sinna það sem eftir er,“ segir Hugleikur.



Í bókinni eru sögur tveggja eftirlifenda þessa merkilega heimsenda sem teiknaðar eru af Sigmundi Breiðfirði Þorgeirssyni og Lilju Hlín Pétursdóttur. „Sögurnar tvær eru sagðar sitthvorum megin á bókinni. Maður ræður hvora söguna maður les fyrst frá sitthvorum endanum og síðan mætast þessar sögur.“ 

Bókin er fáanleg á Dagsson.com en í tilefni af útgáfu bókarinnar er ekkert sendingargjald innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×