Lífið

Ghostigital og Finnbogi teygja sannleikann

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Ghostigital og Finnbogi kanna hljóðin sem koma þegar sannleikurinn er teygður.
Ghostigital og Finnbogi kanna hljóðin sem koma þegar sannleikurinn er teygður. mynd/finnbogi pétursson
„Hvernig hljómar það þegar sannleikurinn er teygður? Hvaða hljóð koma þá fram? Við prófum að finna það út,“ segir Einar Örn Benediktsson, meðlimur Ghostigital.

Hljómsveitin flytur hljóðgjörninginn Teygjanlegur sannleikur í Mengi ásamt listamanninum Finnboga Péturssyni á laugardagskvöld. „Það er mjög einfalt hver sannleikurinn er og hvernig þú kemst að honum.“

Það var einn íslenskur stjórnmálamaður sem sagði að „strax“ væri teygjanlegt hugtak. Þá erum við komnir yfir í þessi hugtök eins og „sannleikur“ og lýsingar eins og „strax“. Síðan var ég að lesa skýrsluna um pyntingar CIA. Þeir sögðu að þeir væru að ná sannleikanum út úr einhverjum hryðjuverkamönnum og að með þennan sannleika að vopni gætu þeir stoppað einhverjar árásir, sem kemur síðan í ljós að var ekki sannleikurinn,“ segir Einar.

„Þeir eru búnir að teygja sannleikann og teygja fólk út, þannig að þá er bara spurningin: Í hvaða sannleika lifum við? Eigum við ekki að reyna að nálgast þetta strax í staðinn fyrir að hafa þetta teygjanlegt? Það er verið að rugla í okkur og við lifum í lygi. Við lifum ekki í sannleikanum,“ segir Einar, ómyrkur í máli. Finnbogi og Ghostigital hafa oft unnið saman áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×