Lífið

Allir velkomnir í jólasveinabað við Mývatn

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Grallarabræður Það verða einhver læti að ná þessum bræðrum í baðið.
Grallarabræður Það verða einhver læti að ná þessum bræðrum í baðið. Vísir/Ragnar Th. Sigurðsson
„Já, við erum að spá í að fara í bað á laugardaginn. Það er alveg nóg að gera það bara einu sinni á ári,“ segir Gáttaþefur. Hann og bræður hans tólf skella sér í bað í Jarðböðunum við Mývatn á laugardag. En eru þeir allir tilbúnir í það?

„Tja, nei, við erum í vandræðum með Stúf. Svo er Bjúgnakrækir með uppsteyt, spurning að lokka hann ofan í með að segja að það séu bjúgu ofan í.“

Það eru allir velkomnir með þeim bræðrum í baðið en Gáttaþefur lofar hógværum látum. Við tökum lagið og skrúbbum gestina. Svo förum við í pottinn til að mýkja upp skítaskánina áður en við förum ofan í. Það er nú bara hollt og gott fyrir gestina að fá svona sitthvað á sig sem verður eftir í baðinu. Svo skvettum við á okkur Old Spice á eftir,“ segir hann.

Grýla og Leppalúði verða hins vegar fjarri góðu gamni. „Leppalúði er frekar dapur þessa dagana og er að drepast í mjöðminni. Grýla er alveg dottin ofan í Rauðu ástarsögurnar svo hún næst ekki út úr hellinum,“ segir Gáttaþefur. Hann vonast til þess að sjá sem flesta. „Svona 200.000 manns væri í góðu lagi sko.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×