Lífið

Býður almenningi heim til sín í húslestur

Býður í kaffi Viktoría býður öllum heim í húslestur og kósíheit.Fréttablaðið/Stefán
Býður í kaffi Viktoría býður öllum heim í húslestur og kósíheit.Fréttablaðið/Stefán
„Verkið fjallar um manneskjurnar og hvernig þær lifa saman,“ segir Viktoría Blöndal, nemi á þriðja ári á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Hún fer óvenjulega leið í verkefni sínu. Í stað þess að skrifa og setja upp leikrit, gerði hún skáldverk sem verður lesið upp í húslestri heima hjá henni á morgun. „Félagi minn, hann Oddur Júlíusson leikari, ætlar að lesa verkið. Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað heima hjá mér og hvað passar betur en kaffi, súkkulaði og húslestur, “ segir Viktoría. Karakterarnir í verkinu búa saman í fjölbýli og eru ólíkir, en innblásturinn að þeim fékk hún úr fyrri störfum og daglegu lífi. „Ég var að vinna á elliheimili og varð hugfangin af gömlu fólki. Út frá því bjó ég til einn karakterinn sem er kona sem skrifar sínar eigin minningargreinar. Þannig varð til saga um ólíka karaktera í fjölbýli og samskipti þeirra,“ segir hún. Í sögunni eru meðal annars systkin sem talast ekki við og gamall maður sem situr og bíður eftir símtali þar sem honum verður sagt að líf hans sé bara einn misskilningur. Húslesturinn verður á Hjarðarhaga 28 á morgun kl. 19.00 og 14. desember kl. 15.00. - asi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×