Lífið

Sirkus Íslands heldur áfram

Freyr Bjarnason skrifar
Sýningar verða haldnar bæði í kvöld og annað kvöld.
Sýningar verða haldnar bæði í kvöld og annað kvöld.
Sirkus Íslands heldur áfram með sýningar sínar í Hljómskálagarðinum í kvöld og annað kvöld. Um síðustu helgi voru þrjár sýningar haldnar af Jólakabarett Sirkussins, sem er bannaður innan 18 ára.

Að því er kemur fram í tilkynningu var svo kalt fyrsta kvöldið í sirkustjaldinu að auka hitarar voru fengnir og kynt var vel undir jólaglöggspottinum.

Tjaldið var sett upp í aftakaveðri í byrjun desember. Það var keypt með hópfjármögnun á síðasta ári og saumað á Ítalíu. Sirkusar í Norður-Noregi og -Svíþjóð nota sams konar tjöld svo það þolir íslenskar aðstæður ágætlega. „Síðustu dagar hafa verið afar lærdómsríkir til að læra hvað tjaldið þolir, og kemur það okkur á óvart hversu vel það stendur þó af sér aftakaveðrið,“ segir í tilkynningunni.

Sýningarnar í kvöld og annað kvöld verða kl. 20 og eitthvað af miðum er til. Miðinn kostar 3.500 krónur og fer miðasala fram við tjaldið alla daga kl. 12-14 og kl. 19-20 á sýningardögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×