Lífið

Efnilegt danspar í úrslitin í París

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Harpa og Kristinn hafa dansað saman í eitt og hálft ár.
Harpa og Kristinn hafa dansað saman í eitt og hálft ár.
Dansparið efnilega Harpa Steingrímsdóttir, 15 ára, og Kristinn Þór Sigurðsson, 14 ára, náðu þeim árangri um seinustu helgi að ná fjórða sæti á opnu heimsmeistaramóti í samkvæmisdönsum í París.

„Þetta er í rauninni ótrúlega góður árangur því það hefur bara gerst þrisvar í sögu Íslands í dansheiminum að íslenskt danspar fari í úrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Lind Einarsdóttir, móðir Hörpu.

Harpa og Kristinn keppa í flokki 14-15 ára. „Þetta er mjög sterkur hópur sem þau kepptu í og 60 pör hófu keppni. Þarna voru gríðarlega sterkir dansarar eins og eitt par sem vann International-keppnina, sem er ein stærsta danskeppni heims. Þannig að þetta var rosalega sterk keppni í þeirra aldurshópi,“ segir Lind.

Kristinn og Harpa eru í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. „Þau hafa dansað saman í eitt og hálft ár og síðan þau byrjuðu á því er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Þau hafa farið mjög langt á erlendum mótum,“ segir Lind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×