Lífið

Yrsa hyllt af Sunday Times

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
Breska vikublaðið The Sunday Times valdi fyrr á árinu fimmtíu bestu glæpasögur og þrillera síðustu fimm ára.

Um seinustu helgi vildi blaðið minna lesendur sína á þetta mál til að auðvelda þeim jólainnkaupin og –lesturinn og birtu því listann aftur í blaðinu.

Í því skyni voru sérstaklega dregnir fram rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og breski rithöfundurinn John le Carré.

Horfðu á mig eftir Yrsu var á listanum en gagnrýnendur Sunday Times kölluðu hana „harða og afar áhrifamikla skáldsögu, sem færist á enn hærra plan þökk sé einstaklega frumlegu þema og sögusviði“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×