Íslenski boltinn

Pedersen ristarbrotinn | Frá keppni í rúman mánuð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrick Pedersen fagnar öðru marki sínu gegn Fram á mánudaginn.
Patrick Pedersen fagnar öðru marki sínu gegn Fram á mánudaginn. Vísir/Valli
Valsmenn urðu fyrir áfalli í dag þegar staðfest var að danski framherjinn Patrick Pedersen er ristarbrotinn. Hann þurfti að fara af velli vegna meiðslanna í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í gær.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, staðfestir við fótbolti.net að Pedersen sé á leið í aðgerð og verði í kjölfarið frá keppni í 4-6 vikur.

Þetta er mikið högg fyrir Valsmenn en Daninn kom sjóðheitur til landsins og skoraði tvö mörk strax í fyrsta leik gegn Fram þegar Valur lagði erkifjendur sína, 5-3, á Vodafonevellinum.

Það er smá huggun fyrir Val í því að nú tekur við landsleikjahlé þannig liðið á ekki aftur leik fyrr en eftir tíu daga en vitaskuld missir framherjinn af næstu leikjum liðsins.

Kolbeinn Kárason og IndriðiÁkiÞorláksson fá því aftur meiri ábyrgð í Valsliðinu en Kolbeinn kom inn á fyrir Pedersen í gær og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins.


Tengdar fréttir

Pedersen fluttur á sjúkrahús

Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, var fluttur sárþjáður upp á sjúkrahús eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×