Íslensk street dansmenning vekur athygli og tekur þátt í Norrænu verkefni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 09:00 Brynju hafði dreymt um sérhæfðan dansskóla frá unga aldri. Dansaranum Brynju Pétursdóttur og dansskólanum hennar hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu samstarfsverkefni sem felst í því að sameina alla toppana í street dansi á Norðurlöndunum og efla danssenuna til frambúðar. Martin Ferretti, einn afkastamesti viðburðahaldari í Evrópu og maðurinn bakvið Street Star hátíðina, sem er önnur stærsta street dans hátíð í Evrópu, ásamt Marie Kaae frá Danmörku eru aðalsprautur verkefnisins. „Það er mikill heiður að poppa upp á radar hjá manni eins og Martin sem hefur unnið að svo stórum og eftirtektarverðum verkefnum eins og Street Star og Juste Debout sem er stærsti street dans viðburður í Evrópu,“ segir Brynja sæl á svip. Henni hefur verið flogið út á tvær ráðstefnur á vegum verkefnsins sem fram fóru í Stokkhólmi í mars og í júní í Osló. „Öll aðkoma var til fyrirmyndar og það var rosalega gaman að skiptast á hugmyndum með fólki sem eru mörg að gera það sama og ég. Við höfum öll ferðast mikið til að dansa, keppa og sýna en mörg þeirra þekki ég frá ferðalögum mínum til New York, Parísar, London og Norðurlandanna. Flest erum við að reka street dansskóla eða stúdíó og erum öll jafn stórhuga og létt klikkuð. Þarna eru samankomnir dansarar með ólíkan bakgrunn sem öll vilja koma dansnáminu á betri grundvöll með því að skýra línurnar og búa þannig um hlutina að street dansstílarnir þynnist ekki út og hverfi heldur styrkist með komandi kynslóðum,“ útskýrir Brynja. Spurð út í hvernig hún kemur inn í samstarfið segist hún hafa kynnst mikið af fólki í gegnum tíðina og kynnt skólann sinn og starf víða. „Ég er búin að kynnast mikið af fólki á mínum ferðalögum. Ég fékk tölvupóst frá þessu fólki og þeim leist vel á það sem við erum að gera á Íslandi.“ Verkefnið leggur áherslur á að styrkja vægi street dansara í sviðslistum en stílarnir koma allir upp í frjálsu umhverfi á dansgólfinu á meðan aðrir stílar hafa verið sniðnir fyrir sviðsframkomu. „Við munum vinna saman að ýmsum viðburðum sem tengjast innbyrðis eða ferðast á milli landa. Vonandi tekst okkur svo vel til að dansarar frá öllum norðurlöndunum fái greið tækifæri til að ferðast, læra og keppa erlendis í street dansstílunum. Sú tenging myndi styrkja senuna og gefa dönsurum stærri tækifæri.“ Brynja segist finna fyrir miklum áhuga á íslenskri street dansmenningu medal þeirra sem koma ad samstarfsverkefninu en Brynja rekur eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi. „Þeim finnst mitt umhverfi sérstaklega áhugavert þar sem ég rek eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi og áður en við komum til sögunnar þá var hér engin street danssena. Nú erum við með markvisst dansnám, danskeppnir, stórar nemendasýningar, frábæra styrktaraðila, ýmsa árlega viðburði og eigum orðið okkar eigin sérstöðu hér á Íslandi,“ segir Brynja. Hana dreymdi um svona dansskóla þegar hún var yngri og er stolt af skólanum sínum. „Það tók langan tíma að koma þessu á kortið og hefur verið besta ferðalag í heimi. Nú fæ ég tækifæri til að vinna að þessu sama verkefni á stærri grundvelli og um leið fjölga möguleikum fyrir dansarana okkar hér heima til að tengjast öðrum löndum.“ Í tilefni samstarfsins ætlar Brynja að standa fyrir heljarinnar veisluí ÍR Heimilinu þann 4. september. „Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Grænland halda partýið á sama tíma og það verður 'live feed' frá öllum stöðunum í einu. Við munum senda út video og myndir undir hashtaginu #nordicunity og ætlum að segja frá risasamstarfsverkefni sem við í Nordic Unity ráðumst í saman snemma á næsta ári. Það er margt skemmtilegt á döfinni,“ bætir Brynja við. Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Dansaranum Brynju Pétursdóttur og dansskólanum hennar hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu samstarfsverkefni sem felst í því að sameina alla toppana í street dansi á Norðurlöndunum og efla danssenuna til frambúðar. Martin Ferretti, einn afkastamesti viðburðahaldari í Evrópu og maðurinn bakvið Street Star hátíðina, sem er önnur stærsta street dans hátíð í Evrópu, ásamt Marie Kaae frá Danmörku eru aðalsprautur verkefnisins. „Það er mikill heiður að poppa upp á radar hjá manni eins og Martin sem hefur unnið að svo stórum og eftirtektarverðum verkefnum eins og Street Star og Juste Debout sem er stærsti street dans viðburður í Evrópu,“ segir Brynja sæl á svip. Henni hefur verið flogið út á tvær ráðstefnur á vegum verkefnsins sem fram fóru í Stokkhólmi í mars og í júní í Osló. „Öll aðkoma var til fyrirmyndar og það var rosalega gaman að skiptast á hugmyndum með fólki sem eru mörg að gera það sama og ég. Við höfum öll ferðast mikið til að dansa, keppa og sýna en mörg þeirra þekki ég frá ferðalögum mínum til New York, Parísar, London og Norðurlandanna. Flest erum við að reka street dansskóla eða stúdíó og erum öll jafn stórhuga og létt klikkuð. Þarna eru samankomnir dansarar með ólíkan bakgrunn sem öll vilja koma dansnáminu á betri grundvöll með því að skýra línurnar og búa þannig um hlutina að street dansstílarnir þynnist ekki út og hverfi heldur styrkist með komandi kynslóðum,“ útskýrir Brynja. Spurð út í hvernig hún kemur inn í samstarfið segist hún hafa kynnst mikið af fólki í gegnum tíðina og kynnt skólann sinn og starf víða. „Ég er búin að kynnast mikið af fólki á mínum ferðalögum. Ég fékk tölvupóst frá þessu fólki og þeim leist vel á það sem við erum að gera á Íslandi.“ Verkefnið leggur áherslur á að styrkja vægi street dansara í sviðslistum en stílarnir koma allir upp í frjálsu umhverfi á dansgólfinu á meðan aðrir stílar hafa verið sniðnir fyrir sviðsframkomu. „Við munum vinna saman að ýmsum viðburðum sem tengjast innbyrðis eða ferðast á milli landa. Vonandi tekst okkur svo vel til að dansarar frá öllum norðurlöndunum fái greið tækifæri til að ferðast, læra og keppa erlendis í street dansstílunum. Sú tenging myndi styrkja senuna og gefa dönsurum stærri tækifæri.“ Brynja segist finna fyrir miklum áhuga á íslenskri street dansmenningu medal þeirra sem koma ad samstarfsverkefninu en Brynja rekur eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi. „Þeim finnst mitt umhverfi sérstaklega áhugavert þar sem ég rek eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi og áður en við komum til sögunnar þá var hér engin street danssena. Nú erum við með markvisst dansnám, danskeppnir, stórar nemendasýningar, frábæra styrktaraðila, ýmsa árlega viðburði og eigum orðið okkar eigin sérstöðu hér á Íslandi,“ segir Brynja. Hana dreymdi um svona dansskóla þegar hún var yngri og er stolt af skólanum sínum. „Það tók langan tíma að koma þessu á kortið og hefur verið besta ferðalag í heimi. Nú fæ ég tækifæri til að vinna að þessu sama verkefni á stærri grundvelli og um leið fjölga möguleikum fyrir dansarana okkar hér heima til að tengjast öðrum löndum.“ Í tilefni samstarfsins ætlar Brynja að standa fyrir heljarinnar veisluí ÍR Heimilinu þann 4. september. „Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Grænland halda partýið á sama tíma og það verður 'live feed' frá öllum stöðunum í einu. Við munum senda út video og myndir undir hashtaginu #nordicunity og ætlum að segja frá risasamstarfsverkefni sem við í Nordic Unity ráðumst í saman snemma á næsta ári. Það er margt skemmtilegt á döfinni,“ bætir Brynja við.
Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira