Innlent

Fannst heill á húfi í Reykjadal

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Atli Ísleifsson skrifa
Útkallið kom kl. 16:15.
Útkallið kom kl. 16:15. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitir leita nú að íslenskum karlmanni, fæddum 1973, sem er týndur eftir að hafa verið að baða sig í heitu lauginni í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði fyrr í dag.

Viðar Arason, í svæðisstjórn björgunarsveitanna í Árnessýslu, segir manninn hafa villst þegar hann fór upp úr og að hann hafi ekki hugmynd um hvar hann er.

„Það er mikil snjókoma á svæðinu og jafnvel hætta á snjóflóði þannig að við förum varlega,“ segir Viðar í samtali við Vísi.

Útkallið kom kl. 16:15 og eru nú um 35 björgunarsveitarmenn, auk lögreglu að leita að manninum.

Uppfært kl 18:06:

Búið er að finna manninn og er verið að flytja hann í bíla björgunarsveitarmanna. Maðurinn fannst hátt í fjalllendi, þar sem hann hafði týnt slóðanum. Mikil úrkoma er á staðnum.

Að sögn Viðar voru 200 björgunarsveitarmenn kallaðir út og fannst maðurinn með svokallaðri hljóðleit. Maðurinn er vel búinn og ber sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×