Lífið

Bandaríkjamenn smakka hákarl: „Er þetta löglegt?“

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Bandaríkjamennirnir fúlsuðu við íslenskum herramannsmat.
Bandaríkjamennirnir fúlsuðu við íslenskum herramannsmat. mynd/vísir
BuzzFeed birti myndband á dögunum þar sem nokkrir Bandaríkjamenn sjást gæða sér á kæstum hákarli og staupa sig svo með rammíslensku brennivíni.

„Er þetta löglegt?“ spurði einn af smökkurunum. Annar sagði „Ég finn lyktina alla leið hingað. Hún er eins og af óhreinum sokkum.“

Sumir kúguðust af hákarlinum og gátu ekki varist hóstanum eftir að hafa skellt í sig staupi af brennivíni.

„Þetta lyktar eins og innyfli úr fiski og klór,“ sagði enn annar smakkarinn.

Bandaríkjamennirnir sögðust áhugasamir um að heimsækja Ísland þrátt fyrir þennan furðulega mat. „Ísland virðist vera indælt land. Ef þeir [Íslendingar] eru allir að borða þetta dags daglega þá dáist ég af æðruleysi þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×