Nýr „brennivínsmálaráðherra“ íslenskur ljósmyndari í Noregi Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 15:02 „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir. „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni. Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
„Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni.
Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13