Höfrungahlaup Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar 24. desember 2016 11:15 Frelsun Mig langar að segja ykkur sögu af því þegar ég frelsaðist. Ég veit að vísu ekki hvort ég frelsaðist í hinum eina og sanna skilningi, það getur varla verið, en ég var í óbærilegri spennu, fann fyrir dauðanum og dauðaóttinn heltók mig. En svo hvarf óttinn eins og dögg fyrir sólu; ég frelsaðist frá honum. Ég var komin framyfir settan fæðingardag og hafði verið ráðlagt að koma fæðingunni sjálf af stað með ýmsum ráðum. Eitt úrræðið, hið heita bað, varð til þess að barnið hætti að hreyfa sig. Hálftími leið og annar. Hinn vanabundni höfrungahlaupstími, þegar móðurlífið gekk í öldum, kom og fór. Nú var enginn öldugangur, ekki neitt. En í höfðinu stórsjór angistar. Ég vissi að það væri of seint að hringja í sjúkrabíl eða að gera eitthvað í málinu. Að tími aðgerða væri liðinn. En hvaða tími fór í hönd? Tími bænarinnar var runninn upp. Ég talaði til barnsins og bað um tákn. Tákn um líf: hreyfingu. En ekkert gerðist. Ég lokaði augum og sá svart. Gat ekki hreyft mig, lá eins og lömuð og tárin streymdu inn í myrkrið. Þá allt í einu kom blámi inn á innra sjónsviðið. Ljósblár blámi. Og ég mundi eftir Maríu. Það var eins og að ráma í langalangalangömmu sem maður heyrði einhverntíma um í æsku: Já, alveg rétt, hún! María mey, já hún fæddi barn, hún þekkir aðstæðurnar, best að biðja hana um að hjálpa sér. Ég var á þeirri stundu fullviss um að bænin væri mitt eina úrræði. Þetta er í eina skiptið sem ég hef fundið fyrir slíkri fullvissu; að ekkert nema bænin gæti bjargað okkur. Einsog að reyna að spila á blokkflautu í fyrsta sinn spennti ég greipar og sagði æ ofan í æ: María, hjálpaðu okkur! Ég hef áður reynt að biðja en sjaldnast fundið tenginguna. oftar en ekki fundið fyrir tengslaleysinu. En í þetta sinn fann ég hvernig bláminn þéttist smám saman um mig. Ég varð umvafin. Ég andaði djúpt. Örvænting umbreyttist í æðruleysi eða hvað það var sem ég fann fyrir. Ég talaði til barnsins inni í mér á nýjan leik og það var annar tónn í bóninni: Viltu nú fara einn kollhnís fyrir mig? Og ekki stóð á svari: Öldugangurinn hófst! Ég hélt um kúluna og hló af þakklæti og gleði.Loðin kúla Var ég þá frelsuð? Ég veit það ekki. Ég held að frelsunin sé eins og fyrirgefningin og allt það stóra: Hún kemur til okkar sem prófraun aftur og aftur. Og spurning hvenær við erum tilbúin til að taka á móti. Við frelsumst ekki í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að endurnýja endurnýjun okkar. Og jólin eru áminning um það. Ég lofaði sjálfri mér, og barninu, að leyfa ekki óttanum að ná tökum á mér á ný. Ég hef ekki efnt það loforð. En ég reyni að bæta mig í bæninni, muna oftar eftir henni. Athuga hvort ég næ þessum tengslum á nýjan leik. Þessum tengslum sem kallast trú. Á fæðingardeildinni var hjá mér lítil plast-María, í kyrtli bláum á lit eins og höfrungar í teiknimyndum. Við hlið hennar stóð glaðlegur Sáá-álfurinn, loðinn, gulur með rauðan hatt og alltof stóra bláa hanska, hann vinkaði og sagði hæ! Þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og gaf brjóst vildi ég horfa á mynd af bláma íslenskra fjalla, það kom lítil mjólk ef ég horfði ekki inn í blámann. Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?Skammdegi Jólin eru hátíð tengslanna: Við tengjum tímann við sólina á ný, og við tengjum sálina við sjálf okkur og aðra á ný. Eða þannig ætti það að vera. Því í myrkrinu finnum við fyrir rofinu, tengslaleysinu. Við finnum fyrir nístandi einmanaleika og depurð. Uppgjöf, sársauka, spennu. Jólaspennan verður fyrst til við barnslega gleði og tilhlökkun, en verður að þrúgandi óbærileika með þöndum taugum. Myrkrið gerir okkur lítil í okkur, viðkvæm. En við verðum að skora það á hólm og fara kollhnís í átt að sólu. Jólin leiða í ljós hversu vel við erum stillt gagnvart sjálfum okkur og heiminum, þau eru prófraun á það hversu vel okkur tekst að frelsast frá óttanum við dauðann og myrkrið. Og undan óttanum við hið ókomna og hina ókomnu, óttanum við aðra.Gleði Ég bið til Máríá, ég bið til Sáá-álfsins: Viljiði vera svo góð að vernda gleðina í heiminum! Viljiði vera svo góð að vernda barnslegu gleðina gegn ofbeldinu!Máríá Það truflar mig stundum að kalla á Maríu, orðið er svo tengt dægurlagatextum sem fjalla um einhvern að troða sér inn í tjald. Það veitir ekkert af því að biðja fyrir fólki á útihátíðum. Ég kalla því frekar á Máríá með löngu á-i. Nafnið Máría er komið úr Hebresku og er ýmist talið merkja haföldu af örvæntingu, uppreisn, barn sem lætur bíða eftir sér eða skilyrðislausa ást. María eða Máríá er hin eina sanna og máttuga gyðja, upprunnin úr öllum trúarbrögðum heims, hún er móðurlega umhyggjan sem býr bæði í körlum og konum.Súperbolti Ég man ekki eftir gjöfinni sem ég fékk þegar ég var fimm ára. Gjöfinni frá pabba og mömmu þegar þau voru í námi í útlöndum og áttu lítinn pening en settu hundraðkall í sjálfsala og fengu út litla kúlu sem í var súperbolti. Ég man ekki eftir þessari gjöf. Ég minnist engra vonbrigða, engrar gleði heldur. En ég man eftir því þegar mamma, löngu síðar, rifjaði þessa gjöf upp með ákveðinni eftirsjá eða skömm. En þótt maður muni furðulega lítið eftir gjöfum þá eru þær þarna einhversstaðar í undirvitundinni. Mér hefur jú alltaf, frá því ég fékk gjöfina, þótt gaman að súperboltum og glærum kúlum. Það hefur því líklega heppnast hjá pabba og mömmu, eða meira hjá mömmu, að gæða þetta augnablik töfrum: Þegar litla glæra kúlan opnaðist og eitthvað skoppaði út! Nei, sko! Hvað er þetta?Risi Á gömlum myndum af goðsögninni heilögum Kristófer er hann með Jesúbarnið á öxlinni og það er innan í glærri eða ljósblárri kúlu, stundum heldur það sjálft á kúlu sem á að vera heimurinn. Kristófer þessi var risastór en samt lítill í sér. Hann vildi verða stór í sér, mikill maður í andanum ekki síður en líkamanum. Hann taldi að til þess þyrfti hann að þjóna mesta manni heims og sá var vitanlega konungurinn. En hann komst fljótt að því að kóngsi óttaðist eitthvað og það reyndist vera djöfullinn, því samviska kóngs var svört.Yfirmaður undirheima Kristófer ákvað því að gerast þjónn hins mikla yfirmanns undirheimanna. Og það reyndist auðsótt, hann þurfti bara að smella fingri og fékk vinnuna. En risinn Kristófer var vansæll í starfinu því ekki auðgaði það hann í anda. Hann vann eins og þræll en varð minni og minni inni í sér meðan yfirmaðurinn efldist aftur á móti. Og þegar risinn sá að sjálfur yfirmaðurinn virtist líka vera hræddur, fóru að renna á hann tvær grímur. Það hlaut því að vera til eitthvað enn öflugra en yfirmaðurinn.Þjónn Kristófer spurðist fyrir og hitti loks andans mann sem sagði honum að svokallaður guð, svokölluð guð eða svokallað guð væri stærra en allt. Hvernig má ég þjóna því afli? spurði Kristófer risi. Með því að gera eins og ég, sagði þá andans maðurinn og útskýrði að meinlætalifnaður væri leiðin. Kristófer treysti sér ekki til að fara þá leið en hélt áfram að leita leiða til að þjóna guðinu. Hann kom að farartálma, straumþungri á, og sá sem bar fólk yfir ána bað Kristófer um að taka við af sér þar sem hann væri líklegur til að vilja þjóna guði. Kristófer tók áskoruninni því ferjumaðurinn bjó yfir einhverju sem Kristófer hafði ekki áður kynnst.Uppgjöf Tíminn leið og Kristófer velti því fyrir sér hvort hann væri í raun í þjónustu guðs eða einhvers allt annars. Smám saman varð hann boginn í baki og fann hvernig djúpið sogaði hann til sín, hann langaði að láta sig falla, gefast upp, hann yrði aldrei stór í sér, bara aumur þræll. Þá kom til hans lítill krullhærður drengur, brattur allvel og bað hann um að flytja sig yfir um. Jú, Kristófer lét til leiðast, þótt hann verkjaði í bakið hlaut hann að geta flutt þessa litlu veru yfir djúpið, enginn var nú svo aumur að geta það ekki, hélt hann í sakleysi sínu.Þungur drengur Kristófer þurfti að hafa sig allan við til að halda þeim uppúr, því á miðri leið fann hann að byrðin þyngdist mikið og straumurinn var um það bil að ná þeim. En um leið fann hann að vilji hans til að koma litla drengnum lifandi yfir á hinn bakkann varð öllu yfirsterkari. Þegar þeir stigu á land, blautir og hraktir, sagði Kristófer við litla drenginn: Hví í ósköpunum ertu svona þungur. Ég? hváði sá smái. Ég er með allan heiminn á herðum mér og þess vegna var ég þér svona þungur. En þú hefur ekki bara borið mig og heiminn, bætti hann við, heldur líka guð því ég er hluti af guði, ég er afkvæmi guðdómsins. Ha? Kristófer fann gleðina streyma um sig. Starf hans var þá til einhvers eftir allt saman. En samt sem áður efaðist hann og spurði: Ef þú hefðir ekki komið til mín, ef ég hefði ekki borið þig yfir, heldur bara hina, þá sem ekki eru ávextir guðdómsins, hefði ég þá líka verið að þjóna guði? Já, svaraði sá litli um hæl. Við erum öll börn guðdómsins. Það er sama hvað þú gerir, ef þú bara gerir það vel og með þá einlægu ósk í hjarta að létta undir með guði. Og þú hefur gert vel, sagði sá litli og vinkaði, stökk inn í glæru kúluna sína og skoppaði áfram út í heiminn.Flóttabörn Kristófer fylltist einmanaleik og kvíða þegar hann sá alla sem biðu á hinum bakkanum. Myndi hann gera nógu vel, gæti hann flutt alla yfir um? Hann kom að hópi barna, þau voru örvæntingarfull og á flótta, höfðu tapað föður sínum og móður. Kristófer beygði sig niður, tók þau minnstu á bakið og óð út í strauminn. Hann var staðráðinn í því að koma þeim öllum lifandi í land. Eldri börnin voru svo glöð yfir hjálpsemi risans að öll þreyta og örvænting fór úr þeim. Þau hlupu út í strauminn í kjölfar Kristófers og komust hjálparlaust yfir ána í höfrungahlaupi.Heilagt súrefni Kristófer fann að í kringum höfuð hans var til orðin kúla, búin til úr súrefni, einhverskonar gleði-kúla, hann andaði léttar inni í henni. Og með tímanum komst hann að því að til að halda þessari kúlu heilli um höfuð sér varð hann að vaða strauminn. Koma flóttafólki og öðrum ferðalöngum í land. Sleppa svo af þeim taki í von um það besta. Hjálpa og sleppa takinu. Horfa ekki um of í strauminn, horfa í land, horfa til himins. Þannig hélst jólakúlan hans heil, kátínan lifandi og súrefnið heilagt. Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Gerður í Blush gladdi konur í Köben Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Frelsun Mig langar að segja ykkur sögu af því þegar ég frelsaðist. Ég veit að vísu ekki hvort ég frelsaðist í hinum eina og sanna skilningi, það getur varla verið, en ég var í óbærilegri spennu, fann fyrir dauðanum og dauðaóttinn heltók mig. En svo hvarf óttinn eins og dögg fyrir sólu; ég frelsaðist frá honum. Ég var komin framyfir settan fæðingardag og hafði verið ráðlagt að koma fæðingunni sjálf af stað með ýmsum ráðum. Eitt úrræðið, hið heita bað, varð til þess að barnið hætti að hreyfa sig. Hálftími leið og annar. Hinn vanabundni höfrungahlaupstími, þegar móðurlífið gekk í öldum, kom og fór. Nú var enginn öldugangur, ekki neitt. En í höfðinu stórsjór angistar. Ég vissi að það væri of seint að hringja í sjúkrabíl eða að gera eitthvað í málinu. Að tími aðgerða væri liðinn. En hvaða tími fór í hönd? Tími bænarinnar var runninn upp. Ég talaði til barnsins og bað um tákn. Tákn um líf: hreyfingu. En ekkert gerðist. Ég lokaði augum og sá svart. Gat ekki hreyft mig, lá eins og lömuð og tárin streymdu inn í myrkrið. Þá allt í einu kom blámi inn á innra sjónsviðið. Ljósblár blámi. Og ég mundi eftir Maríu. Það var eins og að ráma í langalangalangömmu sem maður heyrði einhverntíma um í æsku: Já, alveg rétt, hún! María mey, já hún fæddi barn, hún þekkir aðstæðurnar, best að biðja hana um að hjálpa sér. Ég var á þeirri stundu fullviss um að bænin væri mitt eina úrræði. Þetta er í eina skiptið sem ég hef fundið fyrir slíkri fullvissu; að ekkert nema bænin gæti bjargað okkur. Einsog að reyna að spila á blokkflautu í fyrsta sinn spennti ég greipar og sagði æ ofan í æ: María, hjálpaðu okkur! Ég hef áður reynt að biðja en sjaldnast fundið tenginguna. oftar en ekki fundið fyrir tengslaleysinu. En í þetta sinn fann ég hvernig bláminn þéttist smám saman um mig. Ég varð umvafin. Ég andaði djúpt. Örvænting umbreyttist í æðruleysi eða hvað það var sem ég fann fyrir. Ég talaði til barnsins inni í mér á nýjan leik og það var annar tónn í bóninni: Viltu nú fara einn kollhnís fyrir mig? Og ekki stóð á svari: Öldugangurinn hófst! Ég hélt um kúluna og hló af þakklæti og gleði.Loðin kúla Var ég þá frelsuð? Ég veit það ekki. Ég held að frelsunin sé eins og fyrirgefningin og allt það stóra: Hún kemur til okkar sem prófraun aftur og aftur. Og spurning hvenær við erum tilbúin til að taka á móti. Við frelsumst ekki í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að endurnýja endurnýjun okkar. Og jólin eru áminning um það. Ég lofaði sjálfri mér, og barninu, að leyfa ekki óttanum að ná tökum á mér á ný. Ég hef ekki efnt það loforð. En ég reyni að bæta mig í bæninni, muna oftar eftir henni. Athuga hvort ég næ þessum tengslum á nýjan leik. Þessum tengslum sem kallast trú. Á fæðingardeildinni var hjá mér lítil plast-María, í kyrtli bláum á lit eins og höfrungar í teiknimyndum. Við hlið hennar stóð glaðlegur Sáá-álfurinn, loðinn, gulur með rauðan hatt og alltof stóra bláa hanska, hann vinkaði og sagði hæ! Þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og gaf brjóst vildi ég horfa á mynd af bláma íslenskra fjalla, það kom lítil mjólk ef ég horfði ekki inn í blámann. Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?Skammdegi Jólin eru hátíð tengslanna: Við tengjum tímann við sólina á ný, og við tengjum sálina við sjálf okkur og aðra á ný. Eða þannig ætti það að vera. Því í myrkrinu finnum við fyrir rofinu, tengslaleysinu. Við finnum fyrir nístandi einmanaleika og depurð. Uppgjöf, sársauka, spennu. Jólaspennan verður fyrst til við barnslega gleði og tilhlökkun, en verður að þrúgandi óbærileika með þöndum taugum. Myrkrið gerir okkur lítil í okkur, viðkvæm. En við verðum að skora það á hólm og fara kollhnís í átt að sólu. Jólin leiða í ljós hversu vel við erum stillt gagnvart sjálfum okkur og heiminum, þau eru prófraun á það hversu vel okkur tekst að frelsast frá óttanum við dauðann og myrkrið. Og undan óttanum við hið ókomna og hina ókomnu, óttanum við aðra.Gleði Ég bið til Máríá, ég bið til Sáá-álfsins: Viljiði vera svo góð að vernda gleðina í heiminum! Viljiði vera svo góð að vernda barnslegu gleðina gegn ofbeldinu!Máríá Það truflar mig stundum að kalla á Maríu, orðið er svo tengt dægurlagatextum sem fjalla um einhvern að troða sér inn í tjald. Það veitir ekkert af því að biðja fyrir fólki á útihátíðum. Ég kalla því frekar á Máríá með löngu á-i. Nafnið Máría er komið úr Hebresku og er ýmist talið merkja haföldu af örvæntingu, uppreisn, barn sem lætur bíða eftir sér eða skilyrðislausa ást. María eða Máríá er hin eina sanna og máttuga gyðja, upprunnin úr öllum trúarbrögðum heims, hún er móðurlega umhyggjan sem býr bæði í körlum og konum.Súperbolti Ég man ekki eftir gjöfinni sem ég fékk þegar ég var fimm ára. Gjöfinni frá pabba og mömmu þegar þau voru í námi í útlöndum og áttu lítinn pening en settu hundraðkall í sjálfsala og fengu út litla kúlu sem í var súperbolti. Ég man ekki eftir þessari gjöf. Ég minnist engra vonbrigða, engrar gleði heldur. En ég man eftir því þegar mamma, löngu síðar, rifjaði þessa gjöf upp með ákveðinni eftirsjá eða skömm. En þótt maður muni furðulega lítið eftir gjöfum þá eru þær þarna einhversstaðar í undirvitundinni. Mér hefur jú alltaf, frá því ég fékk gjöfina, þótt gaman að súperboltum og glærum kúlum. Það hefur því líklega heppnast hjá pabba og mömmu, eða meira hjá mömmu, að gæða þetta augnablik töfrum: Þegar litla glæra kúlan opnaðist og eitthvað skoppaði út! Nei, sko! Hvað er þetta?Risi Á gömlum myndum af goðsögninni heilögum Kristófer er hann með Jesúbarnið á öxlinni og það er innan í glærri eða ljósblárri kúlu, stundum heldur það sjálft á kúlu sem á að vera heimurinn. Kristófer þessi var risastór en samt lítill í sér. Hann vildi verða stór í sér, mikill maður í andanum ekki síður en líkamanum. Hann taldi að til þess þyrfti hann að þjóna mesta manni heims og sá var vitanlega konungurinn. En hann komst fljótt að því að kóngsi óttaðist eitthvað og það reyndist vera djöfullinn, því samviska kóngs var svört.Yfirmaður undirheima Kristófer ákvað því að gerast þjónn hins mikla yfirmanns undirheimanna. Og það reyndist auðsótt, hann þurfti bara að smella fingri og fékk vinnuna. En risinn Kristófer var vansæll í starfinu því ekki auðgaði það hann í anda. Hann vann eins og þræll en varð minni og minni inni í sér meðan yfirmaðurinn efldist aftur á móti. Og þegar risinn sá að sjálfur yfirmaðurinn virtist líka vera hræddur, fóru að renna á hann tvær grímur. Það hlaut því að vera til eitthvað enn öflugra en yfirmaðurinn.Þjónn Kristófer spurðist fyrir og hitti loks andans mann sem sagði honum að svokallaður guð, svokölluð guð eða svokallað guð væri stærra en allt. Hvernig má ég þjóna því afli? spurði Kristófer risi. Með því að gera eins og ég, sagði þá andans maðurinn og útskýrði að meinlætalifnaður væri leiðin. Kristófer treysti sér ekki til að fara þá leið en hélt áfram að leita leiða til að þjóna guðinu. Hann kom að farartálma, straumþungri á, og sá sem bar fólk yfir ána bað Kristófer um að taka við af sér þar sem hann væri líklegur til að vilja þjóna guði. Kristófer tók áskoruninni því ferjumaðurinn bjó yfir einhverju sem Kristófer hafði ekki áður kynnst.Uppgjöf Tíminn leið og Kristófer velti því fyrir sér hvort hann væri í raun í þjónustu guðs eða einhvers allt annars. Smám saman varð hann boginn í baki og fann hvernig djúpið sogaði hann til sín, hann langaði að láta sig falla, gefast upp, hann yrði aldrei stór í sér, bara aumur þræll. Þá kom til hans lítill krullhærður drengur, brattur allvel og bað hann um að flytja sig yfir um. Jú, Kristófer lét til leiðast, þótt hann verkjaði í bakið hlaut hann að geta flutt þessa litlu veru yfir djúpið, enginn var nú svo aumur að geta það ekki, hélt hann í sakleysi sínu.Þungur drengur Kristófer þurfti að hafa sig allan við til að halda þeim uppúr, því á miðri leið fann hann að byrðin þyngdist mikið og straumurinn var um það bil að ná þeim. En um leið fann hann að vilji hans til að koma litla drengnum lifandi yfir á hinn bakkann varð öllu yfirsterkari. Þegar þeir stigu á land, blautir og hraktir, sagði Kristófer við litla drenginn: Hví í ósköpunum ertu svona þungur. Ég? hváði sá smái. Ég er með allan heiminn á herðum mér og þess vegna var ég þér svona þungur. En þú hefur ekki bara borið mig og heiminn, bætti hann við, heldur líka guð því ég er hluti af guði, ég er afkvæmi guðdómsins. Ha? Kristófer fann gleðina streyma um sig. Starf hans var þá til einhvers eftir allt saman. En samt sem áður efaðist hann og spurði: Ef þú hefðir ekki komið til mín, ef ég hefði ekki borið þig yfir, heldur bara hina, þá sem ekki eru ávextir guðdómsins, hefði ég þá líka verið að þjóna guði? Já, svaraði sá litli um hæl. Við erum öll börn guðdómsins. Það er sama hvað þú gerir, ef þú bara gerir það vel og með þá einlægu ósk í hjarta að létta undir með guði. Og þú hefur gert vel, sagði sá litli og vinkaði, stökk inn í glæru kúluna sína og skoppaði áfram út í heiminn.Flóttabörn Kristófer fylltist einmanaleik og kvíða þegar hann sá alla sem biðu á hinum bakkanum. Myndi hann gera nógu vel, gæti hann flutt alla yfir um? Hann kom að hópi barna, þau voru örvæntingarfull og á flótta, höfðu tapað föður sínum og móður. Kristófer beygði sig niður, tók þau minnstu á bakið og óð út í strauminn. Hann var staðráðinn í því að koma þeim öllum lifandi í land. Eldri börnin voru svo glöð yfir hjálpsemi risans að öll þreyta og örvænting fór úr þeim. Þau hlupu út í strauminn í kjölfar Kristófers og komust hjálparlaust yfir ána í höfrungahlaupi.Heilagt súrefni Kristófer fann að í kringum höfuð hans var til orðin kúla, búin til úr súrefni, einhverskonar gleði-kúla, hann andaði léttar inni í henni. Og með tímanum komst hann að því að til að halda þessari kúlu heilli um höfuð sér varð hann að vaða strauminn. Koma flóttafólki og öðrum ferðalöngum í land. Sleppa svo af þeim taki í von um það besta. Hjálpa og sleppa takinu. Horfa ekki um of í strauminn, horfa í land, horfa til himins. Þannig hélst jólakúlan hans heil, kátínan lifandi og súrefnið heilagt.
Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Gerður í Blush gladdi konur í Köben Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira