Innlent

Burðarboði léttir bændum lífið og býr til snjallbeljur

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Burðarboði er ný tækni sem íslenskir kúabændur eru byrjaðir að nota og kynna sér. Burðarboðinn er settur á halann á kúnni og lætur vita þegar kýrin er að fara að bera með því að senda bóndanum SMS skilaboð tveimur til þremur klukkustundum fyrir burð. 

Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er kúabú með um 150 kýr. Þar er líka fyrirtækið Landstólpi sem selur nýju burðarboðana. Mikið af kálfum fæðast í fjósinu og hefur Burðarboðinn verið prófaður á nokkrum kúm með góðum árangri.

Það getur tekið kýr allt að sólarhring frá því að fyrstu vísbendingar koma um að burður sé að hefjast og þar til kálfur er komin í heiminn.

Nýja tækið léttir bændum því allt eftirlit með burði og tryggir þar með velferð gripanna betur. Kýrin Möl er komin að burði og setti Margrét Hrund því tækið á hana. Um leið og hún fer að hreyfa halann mikið kemur SMS skilaboð í síma bóndans um að nú styttist verulega í burð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×