Porsche vann Le Mans í 19. sinn Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2017 09:45 Porsche fagnar sigrinum í Le Mans um helgina. Enn eina ferðina stóð Porsche efst á palli eftir hinn árlega sólarhringskappakstur í Le Mans. Var þetta í 19 sinn sem Porsche hefur sigur í þessum erfiða akstri í Frakklandi og nú þriðja árið í röð. Toyota veitti sem fyrr bílum Porsche mesta keppni og höfðu forystu fyrstu 10 klukkutíma keppninnar. Kúplingsvandræði í þeim Toyota bíl sem hafði þá forystuna urðu til þess að Porsche hafði sigur nú sem oft áður. Margir bílar bæði féllu úr leik og þurftu að dvelja löngum stundum í bílskúrunum vegna bilana og riðlaðist röð fremstu bíla nokkuð. Porsche bíllinn sem hafði sigur nú náði forystunni þegar aðeins tveir klukkutæimar voru eftir af keppninni og lét forystuna ekki eftir það með ökumanninn Timo Bernhard við stýrið. Aðrir ökumenn bílsins voru Brendon Hartley og Earl Bamber. Niðurstaða Toyota bílanna sem virtist vera þeir hröðustu í keppninni framanaf var grátleg, en bilanir og árekstrar komu í veg fyrir sigur Toyota nú eins og í fyrra. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Enn eina ferðina stóð Porsche efst á palli eftir hinn árlega sólarhringskappakstur í Le Mans. Var þetta í 19 sinn sem Porsche hefur sigur í þessum erfiða akstri í Frakklandi og nú þriðja árið í röð. Toyota veitti sem fyrr bílum Porsche mesta keppni og höfðu forystu fyrstu 10 klukkutíma keppninnar. Kúplingsvandræði í þeim Toyota bíl sem hafði þá forystuna urðu til þess að Porsche hafði sigur nú sem oft áður. Margir bílar bæði féllu úr leik og þurftu að dvelja löngum stundum í bílskúrunum vegna bilana og riðlaðist röð fremstu bíla nokkuð. Porsche bíllinn sem hafði sigur nú náði forystunni þegar aðeins tveir klukkutæimar voru eftir af keppninni og lét forystuna ekki eftir það með ökumanninn Timo Bernhard við stýrið. Aðrir ökumenn bílsins voru Brendon Hartley og Earl Bamber. Niðurstaða Toyota bílanna sem virtist vera þeir hröðustu í keppninni framanaf var grátleg, en bilanir og árekstrar komu í veg fyrir sigur Toyota nú eins og í fyrra.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent