Lífið

Svavar um Rich Piana: Skemmtilegur og sjarmerandi maður en hafði sína djöfla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svavar kynntist Piana úti í Bandaríkjunum.
Svavar kynntist Piana úti í Bandaríkjunum.
„Það er svolítil skemmtileg saga á bakvið hann. Hann er í raun svona vaxtaræktar karl sem hefur aldrei unnið neitt og varla keppt í neinum vaxtaræktarmótum í Ameríku,“ segir Svavar Jóhannsson eigandi Fitness Sport um vaxtaræktarmanninn Rich Piana.

Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku lést Piana fyrir nokkrum dögum. Þessi fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana hafði verið haldið sofandi öndunarvél í nokkra daga áður en hann lést.

Hann hafði opinberlega tjáð sig um steranotkun sína sem stóð yfir í mörg ár.

„Piana var svona fyrsta YouTube-stjarnan í vaxtaræktarbransanum og fyrstur til að nýta sér samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri. Þetta var mjög skemmtilegur gæi. Ég hitti hann nokkrum sinnum á vörusýningum úti. Ég var einnig staddur í brúðkaupi hans, en það atvikaðist þannig að það var vörusýning í Las Vegas akkúrat þegar hann var að gifta sig og Sara [Heimisdóttir] bauð okkur að kíkja við.“

Svavar segir að Piana hafi alltaf verið sá vinsælasti á vörusýningum ytra og alltaf hafi myndast löng röð fyrir framan hann.

„Hann hafði bara sína djöfla til að draga sem síðan gengu bara frá honum. Hann hafði mikinn sjarma og var alltaf hress og skemmtilegur. Ég hitti hann fyrst fyrir átta eða tíu árum og þetta var alltaf bara rosalega myndalegur og flottur gæi, en síðan sá maður að þá fór að halla undan fæti eftir sem árin liðu.“

Svavar ræddi um skaðsemi stera og kynni sín við Rich Piana í Brennslunni í morgun á FM957 og má hlusta á viðtalið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Rich Piana með húðkrabbamein

Vaxtaræktarkappinn Rich Piana, fyrrverandi tengdasonur Íslands, er með húðkrabbamein en þetta kemur fram í nýjasta myndbandi kappans á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.