Lífið

Ældi í beinni eftir snakkáskorun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konan á myndinni hreinlega ældi í beinni útsendingu.
Konan á myndinni hreinlega ældi í beinni útsendingu.
Þáttastjórnendur í morgunþætti á sjónvarpsstöðinni Channel 2 í Denver í Bandaríkjunum tóku allir nokkuð sérstaka áskorun í vikunni.

Þar fengu þau einfalt verkefni sem var að borða einn snakkbita með Carolina Reaper piparbragði.

Um er að ræða einhvern allra sterkasta pipar heims og endaði þetta með ósköpum en einn þáttastjórnandinn hreinlega kastaði upp þegar hún hafði bragðað á snakkinu.

Áskorunin er að njóta nokkurra vinsælda á Twitter og gengur hún undir nafninu #OneChipChallenge þar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×