Syngjandi fyrirsæta Elín Albertsdóttir skrifar 26. október 2017 16:00 Úrsúla Hanna var kosin Miss Top Model 2017 í Ungfrú Ísland keppninni í sumar. MYND/EYÞÓR Úrsúla Hanna Karlsdóttir er alin upp á sveitabæ á Mýrunum. Hún stundar nám í líffræði við Háskóla Íslands. Úrsúla var kosin Miss Top Model 2017 í Ungfrú Ísland keppninni í ágúst. Úrsúla sagðist hafa verið svo heppin að fá að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland. „Þetta var afskaplega gaman og ég kynntist svo mörgu yndislegu fólki. Ég eignaðist vinkonur og ógleymanlega reynslu í kjölfarið,“ segir hún. Árið 2014 bar Úrsúla sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem hún söng lagið Vor í Vaglaskógi ásamt Val Vífilssyni. „Mér hefur alltaf fundist gaman að syngja en ég hef ekki verið að syngja neitt upp á síðkastið nema í bílnum mínum. Söngur er eitthvað sem ég hef virkilega gaman af og væri til í að gera meira af í framtíðinni,“ segir hún. „Ég hlusta mikið á útvarpið í bílnum mínum og er þá oftast stillt á Áttuna FM. Ég elska að hlusta á kántrítónlist þegar ég er lengi á ferðinni, til dæmis þegar ég er á leiðinni vestur í sveitina heim.“ Þessa dagana fer mestur tími í námið hjá Úrsúlu svo hún hefur ekki haft mikinn tíma fyrir fyrirsætustörf. Hún vonast þó til að starfa við módelstörf þegar hægist um. Úrsúla segist ekki fylgjast neitt sérstaklega mikið með tísku eða tískustraumum um þessar mundir. „Ég er mjög mikið fyrir að velja það sem mér líður þægilega í, sama hvort það er í tísku eða ekki. Síðan finnst mér gaman að skoða það sem er nýtt á markaðnum. Þegar kólnar í veðri finnst mér ekkert þægilegra en að vera í stórum, víðum og hlýjum peysum sem hægt er að hjúfra sig í, helst með góðum tebolla. Hátt hálsmál, eins og rúllukragapeysur og bolir, eru einnig alltaf í miklu uppáhaldi, sama hvaða árstími er,“ segir Úrsúla en hún flakkar á milli búða og velur sér flíkur frá mismunandi stöðum. „Þær verslanir sem eru í sérstaklegu miklu uppáhaldi hjá mér núna eru Vero Moda og H&M. Þegar ég er í útlöndum þá fer ég oftast í H&M og stundum Zöru. Síðan er búðarölt alltaf vinsælt.“ Úrsúla segist ekki fara mikið á djammið. „Ég myndi segja að ég sé fremur heimakær en ég hef þó afskaplega gaman að fara öðru hverju niður í bæ. Ég er samt mjög hrifin af þægilegum og rólegum kvöldum heima með góða mynd í sjónvarpinu,“ segir Úrsúla sem kíkir líka inn á netið eins og aðrir. „Á samfélagsmiðlum er ég mest virk á Instagram og Facebook. En síðan skoða ég oft fréttasíður inn á milli. Síðan eru það mismunandi fatasíður sem maður kíkir stundum á, eins og Asos, Boohoo og svoleiðis. Ég fer líka í líkamsrækt og lyfti lóðum og brenni. „Ég hef áhuga á að fara í hina ýmsu tíma sem boðið er upp á í World Class. Hot Yoga er einn af þeim tímum sem mér finnst rosalega gaman að fara í, hef reyndar farið allt of sjaldan undanfarið en þetta er bara svo þægilegt og slakandi.“ Úrsúla er fylgjandi vegan mataræði og reynir að borða hollan og fjölbreyttan mat. „Ég neita mér sjaldan um eitthvað en reyni frekar að útbúa hollari útgáfur af réttunum. Ég er mikill sælkeri og elska hið ýmsa bakkelsi, enda hef ég sjálf mjög gaman af því að baka. En nei, ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhaldsmat, það er svo margt og mismunandi sem mér finnst gott. Pasta getur þó ekki klikkað. Ég fer sjaldan út að borða, helst þegar fjölskylda mín kemur í bæinn. Annars elda ég mikið sjálf,“ segir hún. Á döfinni hjá Úrsúlu er ferðalag í byrjun nóvember. „Við fjölskyldan erum að fara til Þýskalands að heimsækja ömmu mína og afa, en þau búa í Suður-Þýskalandi. Mamma mín er þýsk og því reynum við að fara rúmlega einu sinni á ári í heimsókn til fjölskyldunnar úti. Þar er annað heimili manns, getur maður sagt,“ segir Úrsúla Hanna. Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Gerður í Blush gladdi konur í Köben Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Úrsúla Hanna Karlsdóttir er alin upp á sveitabæ á Mýrunum. Hún stundar nám í líffræði við Háskóla Íslands. Úrsúla var kosin Miss Top Model 2017 í Ungfrú Ísland keppninni í ágúst. Úrsúla sagðist hafa verið svo heppin að fá að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland. „Þetta var afskaplega gaman og ég kynntist svo mörgu yndislegu fólki. Ég eignaðist vinkonur og ógleymanlega reynslu í kjölfarið,“ segir hún. Árið 2014 bar Úrsúla sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem hún söng lagið Vor í Vaglaskógi ásamt Val Vífilssyni. „Mér hefur alltaf fundist gaman að syngja en ég hef ekki verið að syngja neitt upp á síðkastið nema í bílnum mínum. Söngur er eitthvað sem ég hef virkilega gaman af og væri til í að gera meira af í framtíðinni,“ segir hún. „Ég hlusta mikið á útvarpið í bílnum mínum og er þá oftast stillt á Áttuna FM. Ég elska að hlusta á kántrítónlist þegar ég er lengi á ferðinni, til dæmis þegar ég er á leiðinni vestur í sveitina heim.“ Þessa dagana fer mestur tími í námið hjá Úrsúlu svo hún hefur ekki haft mikinn tíma fyrir fyrirsætustörf. Hún vonast þó til að starfa við módelstörf þegar hægist um. Úrsúla segist ekki fylgjast neitt sérstaklega mikið með tísku eða tískustraumum um þessar mundir. „Ég er mjög mikið fyrir að velja það sem mér líður þægilega í, sama hvort það er í tísku eða ekki. Síðan finnst mér gaman að skoða það sem er nýtt á markaðnum. Þegar kólnar í veðri finnst mér ekkert þægilegra en að vera í stórum, víðum og hlýjum peysum sem hægt er að hjúfra sig í, helst með góðum tebolla. Hátt hálsmál, eins og rúllukragapeysur og bolir, eru einnig alltaf í miklu uppáhaldi, sama hvaða árstími er,“ segir Úrsúla en hún flakkar á milli búða og velur sér flíkur frá mismunandi stöðum. „Þær verslanir sem eru í sérstaklegu miklu uppáhaldi hjá mér núna eru Vero Moda og H&M. Þegar ég er í útlöndum þá fer ég oftast í H&M og stundum Zöru. Síðan er búðarölt alltaf vinsælt.“ Úrsúla segist ekki fara mikið á djammið. „Ég myndi segja að ég sé fremur heimakær en ég hef þó afskaplega gaman að fara öðru hverju niður í bæ. Ég er samt mjög hrifin af þægilegum og rólegum kvöldum heima með góða mynd í sjónvarpinu,“ segir Úrsúla sem kíkir líka inn á netið eins og aðrir. „Á samfélagsmiðlum er ég mest virk á Instagram og Facebook. En síðan skoða ég oft fréttasíður inn á milli. Síðan eru það mismunandi fatasíður sem maður kíkir stundum á, eins og Asos, Boohoo og svoleiðis. Ég fer líka í líkamsrækt og lyfti lóðum og brenni. „Ég hef áhuga á að fara í hina ýmsu tíma sem boðið er upp á í World Class. Hot Yoga er einn af þeim tímum sem mér finnst rosalega gaman að fara í, hef reyndar farið allt of sjaldan undanfarið en þetta er bara svo þægilegt og slakandi.“ Úrsúla er fylgjandi vegan mataræði og reynir að borða hollan og fjölbreyttan mat. „Ég neita mér sjaldan um eitthvað en reyni frekar að útbúa hollari útgáfur af réttunum. Ég er mikill sælkeri og elska hið ýmsa bakkelsi, enda hef ég sjálf mjög gaman af því að baka. En nei, ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhaldsmat, það er svo margt og mismunandi sem mér finnst gott. Pasta getur þó ekki klikkað. Ég fer sjaldan út að borða, helst þegar fjölskylda mín kemur í bæinn. Annars elda ég mikið sjálf,“ segir hún. Á döfinni hjá Úrsúlu er ferðalag í byrjun nóvember. „Við fjölskyldan erum að fara til Þýskalands að heimsækja ömmu mína og afa, en þau búa í Suður-Þýskalandi. Mamma mín er þýsk og því reynum við að fara rúmlega einu sinni á ári í heimsókn til fjölskyldunnar úti. Þar er annað heimili manns, getur maður sagt,“ segir Úrsúla Hanna.
Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Gerður í Blush gladdi konur í Köben Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira