Lífið

Disney Channel kynnir fyrstu samkynhneigðu persónu sína til leiks

Atli Ísleifsson skrifar
Úr þáttunum Andi Mack.
Úr þáttunum Andi Mack. instagram
Önnur þáttaröð unglingaþáttanna Andi Mack er að hefjast þessa dagana á Disney Channel, en í henni verður fyrsta samkynhneigða persónan í þáttum stöðvarinnar kynnt til leiks.

BBC greinir frá því að aðalpersóna þáttanna, Andi Mack, og besti vinur hennar Cyrus, leikinn af Joshua Rush, muni þar gers sér grein fyrir því að þau séu bæði skotin í sama strák.

Í þáttaröðinni munu áhorfendur fylgjast með samskiptum Cyrus við vini og fjölskyldu sinni eftir að hann gerir sér grein fyrir því að hann sé samkynhneigður.

Talsmaður Disney Channel segir stöðina hafa verið í samstarfi við samtök hinsegis fólks í Bandaríkjunum til að tryggja að sagan verði sögð á virðingarfullan hátt.

Disney braut blað í sögu sinni þegar greint var frá því á síðasta ári að LeFou, félagi Gaston í kvikmyndinni Fríðu og dýrinu, væri samkynhneigður.

Leikarinn Joshua Rush kveðst stoltur af því að fá að túlka Cyrus og brautryðjendasögu hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×