"Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. febrúar 2018 21:00 Myndir/Silja Magg Andrea Jónsdóttir er plötusnúður og útvarpskona, sem hefur spilað allar helgar á Dillon í að verða 18 ár. Hún hefur spilað tónlist í útvarpi síðan „1970 og eitthvað lítið“ og flestir, ef ekki allir, landsmenn hafa heyrt í henni í útvarpinu tala um plötu vikunnar. Áður en hún hóf að spila gegn greiðslu, gekk hún á milli partía með plöturnar sínar. Hún segist ekki verða fyrir miklu áreiti á skemmtistöðunum þegar hún spilar þar á nóttunni, en brýnir fyrir fólki að það sé ekki góð leið til viðreynslu að klípa í klofið á einhverjum áður en þú svo mikið sem kynnir þig með nafni. Það er engin afsökun, þó menn séu fullir eða dópaðir. Hún er gamall hippi sem tók samt aldrei dóp og tók aldrei upp á því að reykja. Hún hafði alltaf gaman af músík og segist ekki geta hugsað sér betra starf en að vinna við sitt besta og mesta áhugamál: músíkina. Mynd/Silja Magg Um hippa og dóp og pönk: Mér finnst drykkja hafa lagast frá því að ég var ung. Ég vil meðal annars þakka bjórnum það. Það er alltaf talað um hippa og dóp og ég er af þessari hippakynslóð – Bítlarnir og Rolling Stones eru mínar hljómsveitir – og það var ekkert mikið um dóp þá, um 1970. Það var til en það var ekkert almennt. Mér fannst dóp verða almennara með pönkinu, sem kom seinna hingað. Nú er ég búin að vera að spila allar helgar á Dillon í að verða 18 ár, og þar á undan var ég náttúrulega oft í bænum þó ég fengi ekki borgað fyrir að vera í bænum og þetta með dópið kemur í bylgjum. Ég gæti verið svona amfetamínhundur. Ég hef aldrei reykt svo ég er með frekar gott lyktarskyn. Barinn sem ég vinn á er frekar rólegur bar, en gestirnir gera oft ýmislegt sem ég veit ekkert um. Með pönkinu varð aðeins harðara líf, meiri ljótleiki – en það var samt eitthvað fallegt við það því að breiðari hópur fékk séns. Það sló á útlitsdýrkun. Þess vegna var pönkið svo góður kinnhestur. En með dópið. Það sem væri hræðilegt er ef krakkar eru byrjaðir að dópa, kannski í barnaskóla. Það er stundum sagt, en ég fæ á tilfinninguna að ástandið sé málað verra en það kannski er. Ég veit að það eru til slæm og vond dæmi, sorgleg dæmi, en það er held ég ekki hollt að alhæfa um að fullt af börnum sé farið taka dóp, því þá halda krakkar að allir séu að gera þetta og þess vegna geti þeir það alveg líka. Um karlrembur: Ég vissi ekki hvað karlremba var fyrr en ég fór að vinna úti á sumrin, af því að pabbi minn var algerlega laus við það. Þegar hann fékk útborgað, eftir að hann var búinn að borga alla reikningana sem passað var mjög upp á, þá var afgangurinn settur í eldhússkúffu í umslagi og ef mann vantaði eitthvað þá gat maður sótt pening í umslagið. Og það var aldrei misnotað. Pabbi minn var mjólkurbílstjóri og lítið heima og það hefði verið algjörlega fáránlegt ef hann hefði geymt peninginn í rassavasanum þó að margir karlar gerðu það á þessum tíma. Um jafnrétti: Maður má ekki vera vanþakklátur. Það hafa orðið miklar framfarir sem við megum ekki gleyma og með kynslóðunum sem ég vil oft tengja við músík. Hipparnir voru svo frjálslegir og það spilaði sína rullu í kvennabaráttunni. Diskóið hjálpaði samkynhneigðum. Þá var svo mikið glimmer og gleði. Það hafa ótrúlegir sigrar unnist í þessari baráttu, en það er þetta með launin sem er rosalega lífseigt. Það eru ekki mörg ár síðan ég fattaði það, að það er maður að vinna með mér, við erum bæði að gera sama hlutinn, tala um plötu vikunnar. Hann er miklu yngri en ég, ég gæti verið mamma hans held ég, en svo allt í einu fattaði ég að hann er að fá miklu meira borgað en ég. Það er ekkert honum að kenna en einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér. Þetta er einhver kúltúr. Kannski er þetta svolítið eins og með símafyrirtækin, manni er refsað fyrir að vera tryggur kúnni. Svo þegar það kemur einhver nýr inn þá fær hann rosa tilboð, en ég sem er alltaf búin að vera hjá Símanum þarf að minna á að ég sé búin að vera allan tímann. Árið 1968 var ég að vinna í mjólkurbúinu á Selfossi. Þetta var þegar smjörfallið ógurlega var og það var keppst við að búa til alls konar vörur úr því. Ég var þá að vinna með 3 strákum, tveimur yngri en ég og einum eldri karli sem mér var svo sem sama um að fengi hærri laun en ég, en strákarnir fengu báðir meira útborgað en ég. Öll unnum við það sama. Þegar ég kvartaði þá var mér sagt að þeir væru á tímakaupi og ég á mánaðarkaupi. Ég sagðist vilja vera á sama og þeir, þá var það ekki hægt. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið svona, ekki rökstutt en samt. Því miður er þetta ennþá svona og það er í raun ótrúlegt. Ég vil ekki vera að gera lítið úr samkynhneigðum karlmönnum, en það er einhver samkynhneigð, þegar karlar eru forstjórar og ráða unga stráka sem þeir vilja endilega borga meira en stelpunum. Hvað er það? Eins og með alla þessa bankadrengi fyrir hrun, uppdubbaðir í jakkafötum, allt ráðið af einhverjum körlum. Þetta er svolítið skrýtið. Svo veit ég ekki alveg, ég er ekki mannfræðingur, en mér finnst smá spurning hvort það sé auðveldara að ráða yfir strákum en stelpum almennt. Um að viðurkenna músík og að meika það:Allir viðurkenna að Björk er listamaður, núna, en mér finnst ekki meira en fimm eða tíu ár síðan fólk fór að líta á tónlist sem atvinnu fyrir lífstíð. Ég var mjög lengi spurð hvenær ég ætlaði að fara að hætta mínu brölti til dæmis. En það hefðu fleiri átt að „meika það“. Trúbrot er til dæmis hljómsveit sem hefði átt að verða heimsfræg og Hljómar líka. Svo ber ég ótrúlega virðingu fyrir íslenska rappinu og mér finnst frábært að þeir séu að rappa á íslensku. Það höfðar meira til okkar. Við erum svo fá sem tölum þetta tungumál, og það er eiginlega til jafns við íslenskukennarann að fá gott rapplag á íslensku sem slær í gegn. Mér finnst við eigum að gera meira fyrir þessa list. Þetta er það sem lengir líf íslenskunnar, því líklega mun hún deyja út einhvern tímann. Hvernig er land án menningar? Það er ekkert land. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Heitasta flík ársins? Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Rihanna hannar sólgleraugu fyrir Dior Glamour Notum pilsið yfir buxurnar Glamour Stolið af tískupallinum í París? Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour
Andrea Jónsdóttir er plötusnúður og útvarpskona, sem hefur spilað allar helgar á Dillon í að verða 18 ár. Hún hefur spilað tónlist í útvarpi síðan „1970 og eitthvað lítið“ og flestir, ef ekki allir, landsmenn hafa heyrt í henni í útvarpinu tala um plötu vikunnar. Áður en hún hóf að spila gegn greiðslu, gekk hún á milli partía með plöturnar sínar. Hún segist ekki verða fyrir miklu áreiti á skemmtistöðunum þegar hún spilar þar á nóttunni, en brýnir fyrir fólki að það sé ekki góð leið til viðreynslu að klípa í klofið á einhverjum áður en þú svo mikið sem kynnir þig með nafni. Það er engin afsökun, þó menn séu fullir eða dópaðir. Hún er gamall hippi sem tók samt aldrei dóp og tók aldrei upp á því að reykja. Hún hafði alltaf gaman af músík og segist ekki geta hugsað sér betra starf en að vinna við sitt besta og mesta áhugamál: músíkina. Mynd/Silja Magg Um hippa og dóp og pönk: Mér finnst drykkja hafa lagast frá því að ég var ung. Ég vil meðal annars þakka bjórnum það. Það er alltaf talað um hippa og dóp og ég er af þessari hippakynslóð – Bítlarnir og Rolling Stones eru mínar hljómsveitir – og það var ekkert mikið um dóp þá, um 1970. Það var til en það var ekkert almennt. Mér fannst dóp verða almennara með pönkinu, sem kom seinna hingað. Nú er ég búin að vera að spila allar helgar á Dillon í að verða 18 ár, og þar á undan var ég náttúrulega oft í bænum þó ég fengi ekki borgað fyrir að vera í bænum og þetta með dópið kemur í bylgjum. Ég gæti verið svona amfetamínhundur. Ég hef aldrei reykt svo ég er með frekar gott lyktarskyn. Barinn sem ég vinn á er frekar rólegur bar, en gestirnir gera oft ýmislegt sem ég veit ekkert um. Með pönkinu varð aðeins harðara líf, meiri ljótleiki – en það var samt eitthvað fallegt við það því að breiðari hópur fékk séns. Það sló á útlitsdýrkun. Þess vegna var pönkið svo góður kinnhestur. En með dópið. Það sem væri hræðilegt er ef krakkar eru byrjaðir að dópa, kannski í barnaskóla. Það er stundum sagt, en ég fæ á tilfinninguna að ástandið sé málað verra en það kannski er. Ég veit að það eru til slæm og vond dæmi, sorgleg dæmi, en það er held ég ekki hollt að alhæfa um að fullt af börnum sé farið taka dóp, því þá halda krakkar að allir séu að gera þetta og þess vegna geti þeir það alveg líka. Um karlrembur: Ég vissi ekki hvað karlremba var fyrr en ég fór að vinna úti á sumrin, af því að pabbi minn var algerlega laus við það. Þegar hann fékk útborgað, eftir að hann var búinn að borga alla reikningana sem passað var mjög upp á, þá var afgangurinn settur í eldhússkúffu í umslagi og ef mann vantaði eitthvað þá gat maður sótt pening í umslagið. Og það var aldrei misnotað. Pabbi minn var mjólkurbílstjóri og lítið heima og það hefði verið algjörlega fáránlegt ef hann hefði geymt peninginn í rassavasanum þó að margir karlar gerðu það á þessum tíma. Um jafnrétti: Maður má ekki vera vanþakklátur. Það hafa orðið miklar framfarir sem við megum ekki gleyma og með kynslóðunum sem ég vil oft tengja við músík. Hipparnir voru svo frjálslegir og það spilaði sína rullu í kvennabaráttunni. Diskóið hjálpaði samkynhneigðum. Þá var svo mikið glimmer og gleði. Það hafa ótrúlegir sigrar unnist í þessari baráttu, en það er þetta með launin sem er rosalega lífseigt. Það eru ekki mörg ár síðan ég fattaði það, að það er maður að vinna með mér, við erum bæði að gera sama hlutinn, tala um plötu vikunnar. Hann er miklu yngri en ég, ég gæti verið mamma hans held ég, en svo allt í einu fattaði ég að hann er að fá miklu meira borgað en ég. Það er ekkert honum að kenna en einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér. Þetta er einhver kúltúr. Kannski er þetta svolítið eins og með símafyrirtækin, manni er refsað fyrir að vera tryggur kúnni. Svo þegar það kemur einhver nýr inn þá fær hann rosa tilboð, en ég sem er alltaf búin að vera hjá Símanum þarf að minna á að ég sé búin að vera allan tímann. Árið 1968 var ég að vinna í mjólkurbúinu á Selfossi. Þetta var þegar smjörfallið ógurlega var og það var keppst við að búa til alls konar vörur úr því. Ég var þá að vinna með 3 strákum, tveimur yngri en ég og einum eldri karli sem mér var svo sem sama um að fengi hærri laun en ég, en strákarnir fengu báðir meira útborgað en ég. Öll unnum við það sama. Þegar ég kvartaði þá var mér sagt að þeir væru á tímakaupi og ég á mánaðarkaupi. Ég sagðist vilja vera á sama og þeir, þá var það ekki hægt. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið svona, ekki rökstutt en samt. Því miður er þetta ennþá svona og það er í raun ótrúlegt. Ég vil ekki vera að gera lítið úr samkynhneigðum karlmönnum, en það er einhver samkynhneigð, þegar karlar eru forstjórar og ráða unga stráka sem þeir vilja endilega borga meira en stelpunum. Hvað er það? Eins og með alla þessa bankadrengi fyrir hrun, uppdubbaðir í jakkafötum, allt ráðið af einhverjum körlum. Þetta er svolítið skrýtið. Svo veit ég ekki alveg, ég er ekki mannfræðingur, en mér finnst smá spurning hvort það sé auðveldara að ráða yfir strákum en stelpum almennt. Um að viðurkenna músík og að meika það:Allir viðurkenna að Björk er listamaður, núna, en mér finnst ekki meira en fimm eða tíu ár síðan fólk fór að líta á tónlist sem atvinnu fyrir lífstíð. Ég var mjög lengi spurð hvenær ég ætlaði að fara að hætta mínu brölti til dæmis. En það hefðu fleiri átt að „meika það“. Trúbrot er til dæmis hljómsveit sem hefði átt að verða heimsfræg og Hljómar líka. Svo ber ég ótrúlega virðingu fyrir íslenska rappinu og mér finnst frábært að þeir séu að rappa á íslensku. Það höfðar meira til okkar. Við erum svo fá sem tölum þetta tungumál, og það er eiginlega til jafns við íslenskukennarann að fá gott rapplag á íslensku sem slær í gegn. Mér finnst við eigum að gera meira fyrir þessa list. Þetta er það sem lengir líf íslenskunnar, því líklega mun hún deyja út einhvern tímann. Hvernig er land án menningar? Það er ekkert land.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Heitasta flík ársins? Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Rihanna hannar sólgleraugu fyrir Dior Glamour Notum pilsið yfir buxurnar Glamour Stolið af tískupallinum í París? Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour