„Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 10:30 Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn. Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi. Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi.
Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00