„Vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina fjölgi ekki fæðingum" Heimsljós kynnir 13. febrúar 2019 14:15 Biðröð eftir að komast í ungbarnaeftirlitið. gunnisal „Með tilkomu fæðingardeildarinnar verða miklar breytingar, miklar framfarir. Héraðssjúkrahúsið sinnir öllum íbúafjölda héraðsins, 1,2 milljónum íbúa. Að jafnaði fæðast hér 35 börn á degi hverjum, eða sem næst eitt þúsund börn á hverjum mánuði,“ segir Henry Chibowa héraðsyfirlæknir í Mangochi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði formlega á dögunum glæsilega fæðingardeild í Mangochi bænum, en eins og kunnugt er hafa Íslendingar stutt við héraðsyfirvöld á síðustu árum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í viðleitni þeirra við að veita íbúunum grunnþjónustu. Henry segir að húsnæði gömlu fæðingardeildarinnar sé í fermetrum talið aðeins um þriðjungur nýju deildarinnar. „Þar voru mikil þrengsli og konur fæddu börn á gólfinu eða á göngum og í rauninni var miklum erfiðleikum bundið að bjóða konum gæðaumönnun. Með nýju deildinni höfum við ekki aðeins meira rými heldur einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem hafa notið stuðnings íslenska sendiráðsins og því getum við aukið gæði þjónustunnar í þágu kvenna og nýfæddra barna.“Biðröð í ungbarnaeftirlitiðHenry Chibowa segir að mikil ánægja ríki í Mangochi með nýju aðstöðuna, bæði fæðingardeildina en ekki síður ungbarnaeftirlitið þar sem hann segir ævinlega vera biðröð mæðra með ungbörn frá því snemma að morgni fram eftir degi. Þar fer fram ungbarnaeftirlit, bólusetningar, fræðsla um fjölskylduáætlanir, alnæmi og fleira. „Strax á fyrsta degi sem við opnuðum ungbarnaeftirlitið var biðröðin löng og á fyrstu dögum fæðingardeildarinnar fæddust yfir eitt hundrað börn. Við vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina með nýju fæðingardeildina leiði það ekki til þess að fæðingum fjölgi,“ segir héraðsyfirlæknirinn með brosi á vör.Hann bætir við að í héraðsstuðningi íslenskra stjórnvalda við Mangochi hafi á síðustu misserum verið reistar níu fæðingardeildir úti í sveitum, sex þeirra hafi þegar verið opnaðar, og þrjár þær síðustu verði teknar í gagnið síðar á árinu. Hann segir að sú stefna í samstarfinu að færa þjónustuna nær fólki sé afar mikils virði, ekki síst fyrir barnshafandi konur sem áður þurftu að fara um langan veg á næstu fæðingardeild. Hann nefnir sérstaklega „biðstofurnar“ sem byggðar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé, byggingar þar sem konur langt að komnar geta fundið skjól í grennd við fæðingardeild og beðið átekta eftir að barnið sýnir merki þess að vilja komast í heiminn.Fæðingartíðnin mesta ógninHenry segir mestu lýðheilsuógnina í Mangochi felast í fólksfjölguninni, fæðingartíðni sé enn of há, en eins og nýlega kom fram í niðurstöðum manntals sem gert var í Malaví síðastliðið haust hafði íbúum í Malaví fjölgað um 35% á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur áhrif á allt sem tengist lýðheilsu,“ segir héraðsyfirlæknirinn ungi sem er aðeins 28 ára að aldri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent
„Með tilkomu fæðingardeildarinnar verða miklar breytingar, miklar framfarir. Héraðssjúkrahúsið sinnir öllum íbúafjölda héraðsins, 1,2 milljónum íbúa. Að jafnaði fæðast hér 35 börn á degi hverjum, eða sem næst eitt þúsund börn á hverjum mánuði,“ segir Henry Chibowa héraðsyfirlæknir í Mangochi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði formlega á dögunum glæsilega fæðingardeild í Mangochi bænum, en eins og kunnugt er hafa Íslendingar stutt við héraðsyfirvöld á síðustu árum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í viðleitni þeirra við að veita íbúunum grunnþjónustu. Henry segir að húsnæði gömlu fæðingardeildarinnar sé í fermetrum talið aðeins um þriðjungur nýju deildarinnar. „Þar voru mikil þrengsli og konur fæddu börn á gólfinu eða á göngum og í rauninni var miklum erfiðleikum bundið að bjóða konum gæðaumönnun. Með nýju deildinni höfum við ekki aðeins meira rými heldur einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem hafa notið stuðnings íslenska sendiráðsins og því getum við aukið gæði þjónustunnar í þágu kvenna og nýfæddra barna.“Biðröð í ungbarnaeftirlitiðHenry Chibowa segir að mikil ánægja ríki í Mangochi með nýju aðstöðuna, bæði fæðingardeildina en ekki síður ungbarnaeftirlitið þar sem hann segir ævinlega vera biðröð mæðra með ungbörn frá því snemma að morgni fram eftir degi. Þar fer fram ungbarnaeftirlit, bólusetningar, fræðsla um fjölskylduáætlanir, alnæmi og fleira. „Strax á fyrsta degi sem við opnuðum ungbarnaeftirlitið var biðröðin löng og á fyrstu dögum fæðingardeildarinnar fæddust yfir eitt hundrað börn. Við vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina með nýju fæðingardeildina leiði það ekki til þess að fæðingum fjölgi,“ segir héraðsyfirlæknirinn með brosi á vör.Hann bætir við að í héraðsstuðningi íslenskra stjórnvalda við Mangochi hafi á síðustu misserum verið reistar níu fæðingardeildir úti í sveitum, sex þeirra hafi þegar verið opnaðar, og þrjár þær síðustu verði teknar í gagnið síðar á árinu. Hann segir að sú stefna í samstarfinu að færa þjónustuna nær fólki sé afar mikils virði, ekki síst fyrir barnshafandi konur sem áður þurftu að fara um langan veg á næstu fæðingardeild. Hann nefnir sérstaklega „biðstofurnar“ sem byggðar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé, byggingar þar sem konur langt að komnar geta fundið skjól í grennd við fæðingardeild og beðið átekta eftir að barnið sýnir merki þess að vilja komast í heiminn.Fæðingartíðnin mesta ógninHenry segir mestu lýðheilsuógnina í Mangochi felast í fólksfjölguninni, fæðingartíðni sé enn of há, en eins og nýlega kom fram í niðurstöðum manntals sem gert var í Malaví síðastliðið haust hafði íbúum í Malaví fjölgað um 35% á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur áhrif á allt sem tengist lýðheilsu,“ segir héraðsyfirlæknirinn ungi sem er aðeins 28 ára að aldri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent