Lífið

Fóru saman í skapandi útilegu á seglskútu

Djúpar pælingar Þeir félagar Áki og Halldór sýna afrakstur ferðarinnar á sýningunni í kvöld.
Fréttablaðið/GVA
Djúpar pælingar Þeir félagar Áki og Halldór sýna afrakstur ferðarinnar á sýningunni í kvöld. Fréttablaðið/GVA
„Þetta ferðalag átti að vera hópferð í tilefni af tónsmíðaviku hjá listahópnum S.L.Á.T.U.R, sem farin er reglulega, en í þetta sinn var einstaklega léleg mæting svo við enduðum bara tveir,“ segir Áki Ásgeirsson raftónlistarmaður. Hann ásamt félaga sínum Halldóri Úlfarssyni listamanni og hönnuði flytja vídeóverk og tónlistatriði sem tengjast ferð þeirra á seglskútu um Breiðafjörð sumarið 2012. „Það er frekar mikil skuldbinding fyrir upptekna listamenn að fara í svona útilegu á sjó í heila viku,“ segir Áki. Markmið ferðarinnar var að loka sig af, búa til tónlist og taka upp. „Að vera úti í náttúrunni er mjög gott umhverfi fyrir listsköpun. Þetta var rosalega gaman og vakti upp margar pælingar um sjálfbærni og hversu háð við erum menningunni og mannfólkinu,“ segir hann, en í vídeóverkinu vinna þeir með pælingar sem urðu til í ferðinni. „Þegar þú ert á bát þá ertu mjög einangraður. Engin þjónusta eða samskipti við ytri heiminn og maður er þarf að huga vel að vistum. Þá losnar þú við þessa samblöndun sem maður verður fyrir i borginni. Hins vegar kemstu líka að því að rómantísk náttúruupplifun er kanski ekkert frábær til lengdar. Þegar maður er umvafinn náttúrunni hættir maður að skynja fegurð hennar og verður samdauna umhverfinu, eins og í borginni.“ segir Áki. Tónlistin sem spiluð er í myndinni er samin af Áka, en Halldór sá um myndbandið og vinnslu þess. Sýningin er í Mengi á Óðinsgötu og hefst hún klukkan 21. -asi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×