Sport

Bætti þrjú Íslandsmet Tinnu í hlaupi á móti Tinnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og 
Tíana Ósk Whitworth ásamt Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Hrafnhildi Eir.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth ásamt Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Hrafnhildi Eir. Mynd/Frjálsíþróttasamband Íslands
ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti þrjú Íslandsmet í sama hlaupi þegar hún tryggði sér sigur í 100 metra hlaupi á Vormóti HSK í frjálsum íþróttum.

Guðbjörg Jóna kom í mark á 11,68 sekúndum en það er nýtt Íslandsmet í þremur aldursflokkum eða 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.

Tíana Ósk Whitworth kom önnur í mark á 11,72 sekúndum og það munaði því ekki miklu á þeim. Tíana Ósk átti auk þess áður metin í öllum þessum flokkum en hún hafði hlaupið hundrað metrana á 11,76 sekúndum í fyrra.

Það verður fróðlegt að fylgjast með einvígi þeirra í 100 metra hlaupinu í sumar og Tíana ætlar sér örugglega að ná metinum aftur.

Tíana Ósk Whitwort er fædd árið 2000 en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er fædd árið 2001. Tíana Ósk Whitworth vakti mikla athygli í vetur þegar hún setti nýtt Íslandsmet fullorðinna í 60 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR þegar hún kom í mark á 7,47 sekúndum.

Það sem meira er að með þessum árangri hlupu þær báðar undir lágmarki fyrir Heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Tampere Finnlandi í byrjun júlí. Lágmarkið er 11,80 sekúndur.

Íslandsmetið í 100 metra hlaupi kvenna í flokki fullorðinna á Sunna Gestsdóttir en hún hlóp 11,63 sekúndur árið 2004. Þær Guðbjörg Jóna og Tíana Ósk eru því ekki langt því að ná því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×