Fótbolti

Geta æft einir á 40 þúsund manna leikvangi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stamford Bridge er ekki í notkun þessa daganna nema fyrir einstaka leikmenn.
Stamford Bridge er ekki í notkun þessa daganna nema fyrir einstaka leikmenn. vísir/epa

Marco van Ginkel, leikmaður Chelsea, segir að þeir leikmenn sem búi nálægt Stamford Bridge leikvanginum geti fengið að fara inn á völlinn og æfa þar einir.

Flestir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið að æfa heima hjá sér undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar. Þar hafa þeir fengið sent til sín allskonar tæki frá félögunum og þeir halda sér í formi heima fyrir.

Chelsea hefur ákveðið að opna leikvanginn fyrir þá leikmenn sem búa nálægt vellinum en Hollendingurinn Marco van Ginkel hefur verið á mála hjá Chelsea frá árinu 2013. Hann hefur þó verið lánaður til Milan, Stoke og PSV. Hann nýtur þess að búa nálægt Brúnni.

„Þeir sem æfa nálægt leikvanginum geta æft þar svo það hentar vel fyrir mig. Þú getur bara æft þarna einn svo það er dálítið leiðinlegt en ég æfi einnig í garðinum og á vellinum eru mun færri svo það er gott,“ sagði Ginkel í samtali við heimasíðu síns fyrrum félags, PSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×