Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 22:31 Neville vill að heimamaður taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate. Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Adidas borgar Man. United meira en Liverpool Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Sjá meira
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Adidas borgar Man. United meira en Liverpool Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti