Fótbolti

Segir Aubameyang að koma sér burt frá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er kominn með 17 mörk í 26 deildarleikjum á þessu tímabili. Hér er hann með Ainsley Maitland-Niles.
Pierre-Emerick Aubameyang varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er kominn með 17 mörk í 26 deildarleikjum á þessu tímabili. Hér er hann með Ainsley Maitland-Niles. Getty/David Price

Pierre Alain Mounguengui, forseti knattspyrnusambands Gabon, hefur hvatt Pierre-Emerick Aubameyang til þess að yfirgefa Arsenal vegna þess að félagið er ekki með sömu væntingar og önnur félög í Evrópu.

Aubameyang er með samning til sumarsins 2021 og Mikel gæti neyðst til þess að selja hann í sumar til þess að hann geti ekki yfirgefið félagið frítt eftir rúmt ár, líkt og Aaron Ramsey fór frá félaginu til Juventus.

„Ég vil ekki segja að Arsenal séu metnaðarlausir en þeir eru ekki með sama metnað og nokkur önnur félög í Evrópu. Svo ef Pierre getur samið við annað félag með meiri metnað ætti hann að gera það,“ sagði Pierre við ESPN.

„Hann er einn besti leikmaður í heimi en þau skilaboð sem ég gef honum er að halda áfram vinnunni og að heilla stærstu og metnaðarfyllstu félög heims. Hann er heimsklassaleikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×