Sport

„Stærsta áskorun ungra leikmanna eru samfélagsmiðlarnir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney í leiknum gegn Man. United á dögunum.
vísir/getty

Wayne Rooney, spilandi aðstoðarþjálfari Derby, segir að stærsta verkefni ungra leikmanna í dag sé að geta höndlað samfélagsmiðla og segir Rooney að þeir þurfa kennslu.

Rooney sjálfur er með 17 milljón fylgjenda á Twitter, tæplega 15 milljón á Instagram og 24 milljónir á Facebook. Hann segir að hann hafi lært í gegnum tíðina hvernig eigi að haga sér á samfélagsmiðlum.

„Stærsta áskorun ungra leikmanna eru samfélagsmiðlarnir. Samfélagsmiðlarnir eru góðir á ákveðinn hátt en það er einnig gallar á því. Það ættu að vera áfangar þar sem ungu fólki er kennt að nota þa,“ sagði Rooney við Sunday Times.

„Sum skilaboðin sem þeir setja á miðlana eru góð en bara á vitlausum tímum. Félögin þurfa að gera meira til að hjálpa leikmönnunum með þetta. Ég hef verið ungur og sett eitthvað á Twitter og það er svo auðvelt að dragast inn í eitthvað.“

„Því fyrr sem leikmenn læra þetta, því betra. Ég hef séð leikmenn koma inn eftir leik og það fyrsta sem þeir gera er að kíkja á Twitter. Og ef leikmenn eru með hundrað þúsund eða milljón fylgjendur þá verða alltaf einhverjir að segja slæma hluti. Ég held að það versta sem þú getur gert sem leikmaður er að kíkja á þetta.“

„Ég held að þú getur ekki verið eins og stjórarnir í gamla daga og bannað þetta. Með leikmennina er þetta eins og með börnin þín, þú segir börnunum að gera ekki ákveðna hluti en fyrr en síðar munu þeir gera það. Þau þurfa að læra þetta í gegnum kennslu,“ sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×