Fótbolti

Samningamál sumra í uppnámi ef að það verður spilað eftir 30. júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva rennur út á samningi hjá Manchester City í lok júní og ætti að öllu eðilegu ekki að geta spilað með liðinu í júlí eða ágúst.
David Silva rennur út á samningi hjá Manchester City í lok júní og ætti að öllu eðilegu ekki að geta spilað með liðinu í júlí eða ágúst. Vísir/Michael Regan

Samningar knattspyrnumanna í evrópska fótboltanum renna vanalega út í lok júní en það gæti skapað vandamál þetta sumarið.

Þetta verður ekki vandamál fyrir leikmenn sem eru áfram á samningi hjá liðum en hvað um þá sem voru á sínu síðasta ári.

Auðvitað gæti svo farið að öllu tímabilinu verði aflýst og enginn fótbolti verði í boði fyrr en tímabilið 2020-21 hefst í haust.

Fari hins vegar svo að tímabilið verði klárað gæti það dregist fram í júlí og ágúst eða þegar umræddir samningar eru runnir út.

Blaðamaður The Athletic þykir líklegast að leikmenn fái undantekningu frá þessu hjá FIFA og aðildarsamböndunum og leyfi til þess að gera styttri rúllandi samninga svo þeir geti klárað tímabilið með núverandi liði.

Dæmi um þekkta leikmenn í þessari stöðu eru Willian hjá Chelsea, David Silva hjá Manchester City og Jan Vertonghen hjá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×