Lífið

Para saman týnda vettlinga

Þórður Ingi Jónsson skrifar
„Við vorum heima hjá mér eitt kvöldið að leggja höfuðið í bleyti og það kom upp í umræðuna hvað maður hefur oft týnt stökum vettlingi,“ segir Karen Bergljót Knútsdóttir, ein þeirra sem standa fyrir Alþjóðlegum degi einmana vettlingsins. „Við ákváðum að gera eitthvað svona samfélagslega skemmtilegt sem myndi ekki snúast um peninga eða hagnað, svo að fólk gæti komið saman.“

Aðstandendur dagsins munu koma saman í dag klukkan 13.00 við gatnamót Skólavörðustígs og Laugavegar til að para saman eins eða líka vettlinga. „Hugmyndin er sú að koma með körfu og við ætlum að bjóða fólki, ef það á staka vettlinga eins og margir eiga, að koma þá með þessa vettlinga, setja þá í körfuna og mögulega finna hinn týnda vettling.“

Karen segir að þó nokkrir séu búnir að melda sig og að hugmyndin sé að gera þetta árlega. „Við fengum svo góð viðbrögð en við vorum búin að ákveða að gera þetta hvort sem við fengjum góð viðbrögð eða ekki,“ segir Karen og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×