Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-0 | Skelltu í lás og fóru á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2021 22:08 vísir/vilhelm Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur gegn Breiðabliki sem gekk afar illa að skapa sér færi í Fossvogi í kvöld. Pablo Punyed skoraði fyrsta mark Víkings og lagði upp það annað með hornspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. Júlíus Magnússon skoraði það. Kwame Quee innsiglaði svo sigurinn rétt fyrir lokaflautið, gegn sínum gömlu félögum í fyrsta leik sínum í sumar. Nær óaðfinnanlegur fyrri hálfleikur Víkinga Fyrri hálfleikur var nær óaðfinnanlegur af hálfu Víkinga. Þeir gáfu grönnum sínum úr Kópavogi ekki eitt einasta færi og Blikar voru raunar afskaplega hugmyndasnauðir og ósannfærandi, en fyrir það ber að hrósa Víkingum. Pablo Punyed kom Víkingi yfir eftir frábæra sókn eftir korters leik. Við það efldust heimamenn enn frekar. Þeir leyfðu Blikum að vera mikið með boltann en það þýddi bara að boltinn var aðallega í öftustu varnarlínu Blika. Ef þeir grænklæddu ætluðu að þoka sér eitthvað í áttina að vítateig Víkings var sú hugmynd kæfð í fæðingu. Þegar Víkingar náðu svo boltanum voru þeir oftar en ekki líklegir til að bæta við marki. Nikolaj Hansen og Halldór Jón Sigurður Þórðarson voru sérstaklega aðgangsharðir með orkuboltann Erling Agnarsson sér til fulltingis. Kristall Máni Ingason fékk líka færi til að skora en lét sig detta og uppskar gult spjald fyrir leikaraskap. Það hvarflaði að manni að skortur á beittari markaskorara myndi koma niður á Víkingum en það má ekki vanmeta vinnuframlagið sem leikmenn skiluðu í staðinn, að minnsta kosti í kvöld. Blikar vöknuðu til lífsins í upphafi seinni hálfleiks og áttu fínar rispur. Þórður Ingason, sem hafði ekki svitnað í fyrri hálfleiknum, varði hins vegar af öryggi þau skot sem hann þurfti að verja. Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði þrefalda skiptingu eftir korters leik í seinni hálfleik, til að blása frekara lífi í sitt lið, og fyrstu mínúturnar eftir það voru Blikar farnir að minna á sig. Það varði þó ekki lengi. Víkingar fögnuðu svo líkt og sigurinn væri í höfn, sem hann nánast var, þegar Júlíus Magnússon skoraði eftir hornspyrnu Pablos á 86. mínútu, og Blikar ógnuðu ekki markinu eftir það. Af hverju vann Víkingur? Víkingar lögðu grunninn að sigrinum með stórkostlegum fyrri hálfleik. Þeir lokuðu gjörsamlega á allt spil Blika og sköpuðu sér hættuleg færi fram á við, meðal annars markið mikilvæga eftir frábært spil. Þeir vörðust fullaftarlega á köflum í seinni hálfleik en hleyptu Blikum ekki í mörg færi og voru með Þórð öruggan í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Það væri hægt að nefna nær alla leikmenn Víkings hér. Pablo skoraði markið mikilvæga og lagði upp annað auk þess að skila boltanum vel frá sér og grípa inn í á miðjunni, og var maður leiksins. Varnarmennirnir áttu hins vegar allir stórgóðan leik, ekki síst Viktor Örlygur sem naut sín afar vel sem hægri bakvörður. Þá var Þórður öryggið uppmálað í markinu og varði eitt sinn frá Thomas Mikkelsen úr dauðafæri í seinni hálfleiknum, þegar Daninn gat jafnað. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir gekk boltinn allt of hægt hjá Blikum sem náðu ekkert að skapa sér í fyrri hálfleik. Í raun var vandræðalegt að sjá boltann rúlla á milli Margeirssona í vörninni án þess að nokkuð gerðist. Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson voru í raun týndir þann tíma sem þeir spiluðu, og Oliver Sigurjónsson átti afar slaka innkomu af bekknum og skilaði boltanum furðulega frá sér. Blikar þurfa að líta vandlega í eigin barm og virðast ekki hafa hrokann sem til þarf til að njóta þess að vera spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Stjörnunni á föstudagskvöld í afar áhugaverðu uppgjöri grannliða sem hafa ekki staðið undir væntingum það sem af er móti. Víkingar sækja hins vegar KA-menn heim sama dag, hvort sem það verður til Akureyrar eða Dalvíkur. Óskar: Hef meiri áhyggjur af taktinum í liðinu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, viðurkenndi að Blikar hefðu einfaldlega ekki náð takti það sem af er Íslandsmótinu. En hefur hann ekki áhyggjur af því að hafa aðeins fengið fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum? „Nei, ég er ekki farinn að hafa áhyggjur. Ég hef meiri áhyggjur af taktinum í liðinu en stigasöfnuninni sem slíkri. Það er hægt að kroppa stig hér og þar en það er ekki sjálfbært nema maður upplifi að það sé taktur í spilamennskunni. Hverju sem að um er að kenna þá höfum við ekki alveg náð að finna taktinn í þessu móti. Ekki nógu þétt, ekki nógu oft, ekki nógu stöðugt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Finna stöðugleika. Það er hlutverk mitt og leikmanna að vinna að því. En það eru 18 leikir eftir, þetta er langt mót, þó að þú viljir á hverjum tímapunkti vera að spila vel. Maður verður bara að halda áfram,“ sagði Óskar. Blikar byrjuðu í þriggja manna vörn en þegar leið á fyrri hálfleik var Finnur Orri Margeirsson færður af miðjunni niður í miðja vörnina með Viktori bróður sínum. Óskar var spurður út í þá breytingu og upplegg Blika: „Uppleggið í leiknum var að spila okkar leik. Mæta þeim þannig lagað hátt, pressa þá og sækja svo í svæðin sem þeir skilja eftir. Hins vegar var það þannig að við vorum skrefinu á eftir fyrstu 20 mínúturnar og mátum það þannig að við þyrftum að gera eitthvað. Þetta var lausnin að þessu sinni [að skipta í fjögurra manna vörn]. Ég held að aðalmálið sé ekki hvort þetta er þriggja eða fjögurra manna vörn. Þetta snýst um orkuna sem að menn koma með inn í leikinn. Við vorum engan veginn klárir í upphafi leiks,“ sagði Óskar. Hann tók ekki undir að menn væru of hræddir við að búa eitthvað til sjálfir: „Ég held að menn hafi nú ekki verið hræddir. Vissulega lokaði Víkingur vel, þeir voru mjög þéttir og færðu sig hratt. Við færðum boltann hægt og það hefur verið vandamál í nokkrum leikjum hjá okkur. Það var raunin í fyrri hálfleik í dag en mér fannst fyrri hluti seinni hálfleiks vera þess eðlis að við gætum komist inn í leikinn. En við náðum ekki að opna þá nægilega oft til að eiga rétt á því að skora mark. Seinni hálfleikur var töluvert betri en fyrri hálfleikur. En það væri mjög óréttlátt að horfa framhjá því að Víkingsliðið spilaði mjög vel í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru feykilega öflugir í sínu skipulagi, duglegir og fljótir að refsa. Við verðum að læra af þessu og halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur gegn Breiðabliki sem gekk afar illa að skapa sér færi í Fossvogi í kvöld. Pablo Punyed skoraði fyrsta mark Víkings og lagði upp það annað með hornspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. Júlíus Magnússon skoraði það. Kwame Quee innsiglaði svo sigurinn rétt fyrir lokaflautið, gegn sínum gömlu félögum í fyrsta leik sínum í sumar. Nær óaðfinnanlegur fyrri hálfleikur Víkinga Fyrri hálfleikur var nær óaðfinnanlegur af hálfu Víkinga. Þeir gáfu grönnum sínum úr Kópavogi ekki eitt einasta færi og Blikar voru raunar afskaplega hugmyndasnauðir og ósannfærandi, en fyrir það ber að hrósa Víkingum. Pablo Punyed kom Víkingi yfir eftir frábæra sókn eftir korters leik. Við það efldust heimamenn enn frekar. Þeir leyfðu Blikum að vera mikið með boltann en það þýddi bara að boltinn var aðallega í öftustu varnarlínu Blika. Ef þeir grænklæddu ætluðu að þoka sér eitthvað í áttina að vítateig Víkings var sú hugmynd kæfð í fæðingu. Þegar Víkingar náðu svo boltanum voru þeir oftar en ekki líklegir til að bæta við marki. Nikolaj Hansen og Halldór Jón Sigurður Þórðarson voru sérstaklega aðgangsharðir með orkuboltann Erling Agnarsson sér til fulltingis. Kristall Máni Ingason fékk líka færi til að skora en lét sig detta og uppskar gult spjald fyrir leikaraskap. Það hvarflaði að manni að skortur á beittari markaskorara myndi koma niður á Víkingum en það má ekki vanmeta vinnuframlagið sem leikmenn skiluðu í staðinn, að minnsta kosti í kvöld. Blikar vöknuðu til lífsins í upphafi seinni hálfleiks og áttu fínar rispur. Þórður Ingason, sem hafði ekki svitnað í fyrri hálfleiknum, varði hins vegar af öryggi þau skot sem hann þurfti að verja. Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði þrefalda skiptingu eftir korters leik í seinni hálfleik, til að blása frekara lífi í sitt lið, og fyrstu mínúturnar eftir það voru Blikar farnir að minna á sig. Það varði þó ekki lengi. Víkingar fögnuðu svo líkt og sigurinn væri í höfn, sem hann nánast var, þegar Júlíus Magnússon skoraði eftir hornspyrnu Pablos á 86. mínútu, og Blikar ógnuðu ekki markinu eftir það. Af hverju vann Víkingur? Víkingar lögðu grunninn að sigrinum með stórkostlegum fyrri hálfleik. Þeir lokuðu gjörsamlega á allt spil Blika og sköpuðu sér hættuleg færi fram á við, meðal annars markið mikilvæga eftir frábært spil. Þeir vörðust fullaftarlega á köflum í seinni hálfleik en hleyptu Blikum ekki í mörg færi og voru með Þórð öruggan í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Það væri hægt að nefna nær alla leikmenn Víkings hér. Pablo skoraði markið mikilvæga og lagði upp annað auk þess að skila boltanum vel frá sér og grípa inn í á miðjunni, og var maður leiksins. Varnarmennirnir áttu hins vegar allir stórgóðan leik, ekki síst Viktor Örlygur sem naut sín afar vel sem hægri bakvörður. Þá var Þórður öryggið uppmálað í markinu og varði eitt sinn frá Thomas Mikkelsen úr dauðafæri í seinni hálfleiknum, þegar Daninn gat jafnað. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir gekk boltinn allt of hægt hjá Blikum sem náðu ekkert að skapa sér í fyrri hálfleik. Í raun var vandræðalegt að sjá boltann rúlla á milli Margeirssona í vörninni án þess að nokkuð gerðist. Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson voru í raun týndir þann tíma sem þeir spiluðu, og Oliver Sigurjónsson átti afar slaka innkomu af bekknum og skilaði boltanum furðulega frá sér. Blikar þurfa að líta vandlega í eigin barm og virðast ekki hafa hrokann sem til þarf til að njóta þess að vera spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Stjörnunni á föstudagskvöld í afar áhugaverðu uppgjöri grannliða sem hafa ekki staðið undir væntingum það sem af er móti. Víkingar sækja hins vegar KA-menn heim sama dag, hvort sem það verður til Akureyrar eða Dalvíkur. Óskar: Hef meiri áhyggjur af taktinum í liðinu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, viðurkenndi að Blikar hefðu einfaldlega ekki náð takti það sem af er Íslandsmótinu. En hefur hann ekki áhyggjur af því að hafa aðeins fengið fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum? „Nei, ég er ekki farinn að hafa áhyggjur. Ég hef meiri áhyggjur af taktinum í liðinu en stigasöfnuninni sem slíkri. Það er hægt að kroppa stig hér og þar en það er ekki sjálfbært nema maður upplifi að það sé taktur í spilamennskunni. Hverju sem að um er að kenna þá höfum við ekki alveg náð að finna taktinn í þessu móti. Ekki nógu þétt, ekki nógu oft, ekki nógu stöðugt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Finna stöðugleika. Það er hlutverk mitt og leikmanna að vinna að því. En það eru 18 leikir eftir, þetta er langt mót, þó að þú viljir á hverjum tímapunkti vera að spila vel. Maður verður bara að halda áfram,“ sagði Óskar. Blikar byrjuðu í þriggja manna vörn en þegar leið á fyrri hálfleik var Finnur Orri Margeirsson færður af miðjunni niður í miðja vörnina með Viktori bróður sínum. Óskar var spurður út í þá breytingu og upplegg Blika: „Uppleggið í leiknum var að spila okkar leik. Mæta þeim þannig lagað hátt, pressa þá og sækja svo í svæðin sem þeir skilja eftir. Hins vegar var það þannig að við vorum skrefinu á eftir fyrstu 20 mínúturnar og mátum það þannig að við þyrftum að gera eitthvað. Þetta var lausnin að þessu sinni [að skipta í fjögurra manna vörn]. Ég held að aðalmálið sé ekki hvort þetta er þriggja eða fjögurra manna vörn. Þetta snýst um orkuna sem að menn koma með inn í leikinn. Við vorum engan veginn klárir í upphafi leiks,“ sagði Óskar. Hann tók ekki undir að menn væru of hræddir við að búa eitthvað til sjálfir: „Ég held að menn hafi nú ekki verið hræddir. Vissulega lokaði Víkingur vel, þeir voru mjög þéttir og færðu sig hratt. Við færðum boltann hægt og það hefur verið vandamál í nokkrum leikjum hjá okkur. Það var raunin í fyrri hálfleik í dag en mér fannst fyrri hluti seinni hálfleiks vera þess eðlis að við gætum komist inn í leikinn. En við náðum ekki að opna þá nægilega oft til að eiga rétt á því að skora mark. Seinni hálfleikur var töluvert betri en fyrri hálfleikur. En það væri mjög óréttlátt að horfa framhjá því að Víkingsliðið spilaði mjög vel í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru feykilega öflugir í sínu skipulagi, duglegir og fljótir að refsa. Við verðum að læra af þessu og halda áfram.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti