Sport

Leik­manna­sam­tök Ís­lands form­lega tekin inn í FIF­PRO

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Sveinn Geirsson tekur við pappírum um formlega inngöngu frá Bobby Barnes og Jonas Bear Hoffman.
Arnar Sveinn Geirsson tekur við pappírum um formlega inngöngu frá Bobby Barnes og Jonas Bear Hoffman. Leikmannasamtök Íslands

Leikmannasamtök Íslands voru nýverið tekin inn í FIFPRO, alþjóðlegu leikmannasamtökin, á ársþingi samtakanna sem fram fór í París.

Alþjóðlegu leikmannasamtökin héldu ársþing sitt í París í Frakklandi frá 16. til 18. nóvember síðastliðinn. Samtökin voru stofnið árið 1965 og eru í kringum 65 þúsund leikmenn meðlimir FIFPRO.

Þeir leikmenn sem eru í Leikmannasamtökum Íslands eru nú hluti af FIFPRO en íslensku samtökin voru tekin inn í alþjóðlegu leikmannasamtökin á þinginu í París.

Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka sat þingið og tók við pappírum um formlega inngöngu frá Bobby Barnes, forseta Evrópudeildar FIFPRO, og Jonas Bear Hoffman, framkvæmdastjóra FIFPRO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×