Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Bestu, úr­slita­keppni NBA og risa­mót PGA

Aron Guðmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KA í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KA í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 líkt og er raunin nánast alla aðra daga. Besta deild karla heldur á­fram sem og ítalski boltinn. Þá er spennan að magnast all veru­lega í úr­slita­keppni NBA-deildarinnar.

Stöð 2 Sport

Fyrsta beina útsending dagsins á aðalrás Stöð 2 Sport hefst klukkan 16:50 og er hún frá stórleik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla. Þetta eru þau lið sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og ljóst að hart verður barist á Kópavogsvelli.

Strax að þeim leik loknum er skipt yfir í Kórinn þar sem að spútníklið HK tekur á móti toppliði Bestu deildarinnar, Víkingi Reykjavík. Bein útsending frá Kórnum hefst klukkan 19:00. 

Klukkan 21:20 hefst síðan þátturinn Bestu tilþrifin þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum dagsins úr Bestu deildinni. 

Stöð 2 Sport 2

Það verður nóg um að vera á Stöð 2 Sport 2 í dag og hefst fyrsta beina útsending þar klukkan 10:20 frá leik Lecce og Spezia í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12:50 er röðin síðan komin að leik Torino og Fiorentina.

Klukkan 15:50 er röðin síðan komin að stórleik umferðarinnar á Ítalíu þegar að nýkrýndir Ítalíumeistarar Napoli taka á móti Inter Milan sem er nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester City.

Kvöldleikurinn er síðan á milli Udinese og Lazio. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:35.

Við hvetjum síðan alla til þess að halda sér vakandi því fljótlega upp úr miðnætti hefst bein útsending frá þriðja leik Miami Heat og Boston Celtics í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA. Miami leiðir einvígið 2-0.

Stöð 2 Sport 3

Körfuboltinn og golfið eiga gólfið á Stöð 2 Sport 3 í dag.

Klukkan 10:20 hefst bein útsending frá leik Unicaja og Lenovo Tenerife í spænsku ACB deildinni í körfubolta. 

Það er síðan klukkan 17:00 sem bein útsending frá LET mótaröðinni í golfi hefst en þar er Aramco Team Series mótið spilað í Flórída þessa dagana.

Stöð 2 Sport 4

Það er síðan risavaxin útsending á dagskrá á Stöð 2 Sport 4 í dag frá lokadegi PGA Championship.

Upphitun fyrir lokadaginn hefst klukkan 16:30 og klukkan 17:00 hefjum við beina útsendingu frá lokdeginum sjálfum.

Stöð 2 Sport Besta deildin

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá Origo vellinum þar sem heimamenn í Val taka á móti Keflavík í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×