Innlent

Trillan komin í land

Árni Sæberg skrifar
Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein með trilluna í togi.
Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein með trilluna í togi. Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trilli utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis

Í frétt Ríkisútvarpsins í morgun um málið er haft eftir Haraldi Haraldssyni hjá Björgunarsveitinni Suðurnes að nokkuð vont hafi verið í sjóinn þar sem trillan varð vélarvana og óttast hafi verið um trilluna gæti rekið í brimgarða.

Annar strandveiðibátur hafi komið fyrstur að bátnum áður en björgunarskip kom á staðinn. Heimildir Vísis herma að þar hafi Deilir GK-109 verið á ferð. Áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein hafi tekið trilluna í tog og siglt í átt að Sandgerði. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið send á staðinn en hún aðeins sveimað yfir á meðan björgunarsveitir aðstoðuðu trillusjómanninn.

Litlu mátti muna en allt fór vel

Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, var einn þeirra sem sinnti útkallinu. Hann segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist laust fyrir klukkan 04 í nótt og björgunarskipið verið komið að trillunni um klukkan 05.

Þá hefði annar strandveiðibátur verið kominn með trilluna í tog og bjargað henni úr mestri hættunni. Litlu hefði mátt muna að trilluna ræki í grynningar, enda hafi öldugangur verið talsverður. Björgunarskipið hafi svo togað trillinu í átt að landi og komið að höfn í Sandgerði á sjöunda tímanum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×