Innlent

Nauðgunar­brandari Pat­riks féll í grýttan jarð­veg

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Patrik spurði Gunnar hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.
Patrik spurði Gunnar hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð. Skjáskot

Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

Talað er um það að hægt sé að taka með sér botnlaust tjald, vilji menn geta varpað því auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum.

Brandarinn sló ekki í gegn á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu, þar sem upptöku af ummælum var deilt í gær.

„Virkilega sorglegt að kynferðisofbeldi sé svona mikið grín í þeirra huga,“ segir ein.

„Þetta er ógeðslegt. Svo spyr fólk sig af hverju það gengur svona hægt að uppræta þessa ofbeldismenningu á þessari hátíð,“ segir önnur.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum þar sem ummælin féllu í færslunni á Facebook.

Ekki náðist í Patrik við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×