Fleiri fréttir

Illa lyktandi blóm dregur til sín ferðamenn

Þúsundir flykkjast nú til svissnesku borgarinnar Basel til að bera augum og nefi hið tveggja metra háa náblóm sem nú blómstrar í fyrsta skipti á sinni 17 ára löngu ævi.

Stjórnarandstæðingar sniðganga kosningar

Helstu stjórnarandstæðingar í Chad hyggjast sniðganga forsetakosningar sem nú standa yfir þar í landi sökum þess að kröfum þeirra um umbætur á kosninakerfinu hefur ekki verið mætt. Óttast er að þetta muni hafa neikvæð áhrif á kosningaþátttöku í landinu.

Mikið stuð á Aldrei fór ég suður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin með pompi og pragt um helgina á Ísafirði eins og hefð er orðin fyrir. Rósa Jóhannsdóttir ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir sem sýna glöggt stemmninguna sem skapast í bænum þar sem allir skemmta sér konunglega við undirspil helstu tónlistarmanna þjóðarinnar.

Flugræningi yfirbugaður af farþegum og áhöfn

Flugræningi var snögglega yfirbugaður af áhöfn og farþegum í flugi Alitalia frá París til Rómar á níunda tímanum í gær. Maðurinn ógnaði flugliða með smáum hníf og krafðist þess að flugvélinni yrði beint til Tripoli, höfuðborgar Líbíu. Áhöfn og farþegar brugðust hratt við og yfirbuguðu manninn sem svo var sprautaður með deyfilyfi af lækni sem var farþegi í vélinni.

Bílvelta á Biskupstungnabraut - Lögreglan skutlaði farþegum í Herjólf

Fjórir sluppu ómeiddir þegar bíll valt á Biskupstungnabraut í morgun. Fólkið var á leið til Þorlákshafnar til þess að ná Herjólfi. Að sögn lögreglu virðist óhappið hafa orðið með þeim hætti að bíll tók fram úr bílnum sem valt og við það slettist snjór og krap upp á framrúðuna.

Össur á Indlandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kom til Nýju Delhí á Indlandi í dag en hann er í níu daga opinberri heimsókn í landinu. Á vefnum DailyIndia.com segir að Össur muni hitta umhverfisráðherra landsins á morgun og einnig ráðherra endurnýjanlegra orkugjafa. Þá mun ráðherrann einnig hitta ferðamálaráðherra Indlands.

Ólöf segir orð sín slitin úr samhengi

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hún hafi skipt um skoðun varðandi breytingar á kvótakerfinu. Hún segir Björn Val Gíslason, þingmann vinstri grænna missilja þau orð sem hún lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu.

Vel heppnuð hátíð - Mugison peysan seld

Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, lauk í fyrradag og gekk eins og í sögu að sögn rokkstjórans í ár, Jóns Þórs Þorleifssonar. "Hápunkturinn var í raun bara hátíðin sjálf, hvað þetta gekk allt ótrúlega vel. Andrúmsloftið var og er yndislegt og það er augljóst að fólki líður vel."

Skipuleggjandi samveldisleikanna grunaður um spillingu

Skipuleggjandi Samveldisleikanna 2010 sem haldnir voru á Indlandi hefur verið handtekinn, grunaður um spillingu. Suresh Kalmandi var vikið úr embætti í janúar á þessu ári og segir lögreglan að hann verði ákærður fyrir spillingu þegar hann úthlutaði verkefnum í tengslum við leikana.

Hattaveisla aldarinnar í uppsiglingu

Breskar konur búa sig nú undir hattaveislu aldarinnar, þegar þau Vilhjálmur prins og Kate Middleton verða gefin saman um næstu helgi.

Skíðasvæðin fyrir norðan opin í dag

Skíðasvæðin norðan heiða eru opin í dag. Í Hlíðarfjalli á Akureyri er tveggja stiga hiti, lítill vindur og sól. Opið er í fjallinu til klukkan fjögur í dag.

Mannfall í sprengingum í Nígeríu

Þrír létust og átta særðust í sprengingum í Maiduguri í norð-austur Nígeríu í gærkvöldi. Tvær sprengjur sprungu á hóteli og ein á umferðarmiðstöð, en hinir særðu hafa verið fluttir á spítala í nágrenninu.

Grófu göng til þess að frelsa mörg hundruð fanga

Rúmlega 470 fangar í Kandahar í Afganistan ganga nú lausir eftir að göng voru grafin inn í fangelsið til þeirra. Fjölmargir talíbanar eru á meðal fanganna. Lögregluyfirvöld segja að tekist hafi að handsama tólf fanga á ný og Hamid Karzai forseti landsins segir að um stórslys sé að ræða. Talibanar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér og segjast hafa grafið göngin á fimm mánaða tímabili en þau eru um 320 metrar á lengd.

Flugskeytum skotið á höfuðstöðvar Gaddafís

Herþotur NATO gerðu í nótt árásir á höfuðstöðvar Gaddafís einræðisherra Líbíu. Heimildir BBC herma að tvö öflug flugskeyti hið minnsta hafi hæft byggingarnar sem eru í miðborg höfuðborgarinnar Trípólí. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en stuðningsmenn Gaddafís segja augljóst að árásirnar hafi miðað að því að ráða hann af dögum.

Sýrlendingar herða sóknina gegn mótmælendum

Sýrlenski herinn gerði í morgun árás á borgina Deera í suðurhluta landsins. Fram kemur á veg breska ríkisútvarpsins, BBC; að herinn notist meðal annars við skriðdreka en óstaðfestar heimildir herma að að minnsta kosti fimm hafi látið lífið. Víðtæk mótmæli gegn stjórn Assads forseta hafa staðið yfir í Sýrlandi frá því í síðasta mánuði. Mótmælendur krefjast lýðræðisumbót og að Assad láti af völdum. Að minnsta kosti 350 hafa látið lífið síðan mótmælin hófust í Sýrlandi.

Varað við hálku víðast hvar

Varað er við hálku á höfuðborgarsvæðinu en snjór huldi götur víða í borginni. Hið árlega páskahret hefur því látið sjá sig þrátt fyrir að páskarnir séu óvenju seint á ferðinni að þessu sinni.

Rólegt á höfuðborgarsvæðinu - fjórir stútar teknir

Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá gistu tveir karlmenn fangageymslur lögreglunnar en annar var tekinn fyrir vörslu fíkniefna. Sá hinn sami var eftirlýstur fyrir að hafa ekki greitt bunka af sektum og verður honum gert að greiða eina milljón króna eða afplána sextíu og sjö daga fangelsi.

Erill á Ísafirði - fjórir í fangageymslum

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt, en um fjögur þúsund gestir sóttu bæinn heim um páskahátíðina. Fjórir gistu fangageymslur, þar af einn fyrir skemmdarverk og tilraun til innbrots.

Flugeldafikt orsakaði eldsvoða

Eldur kom upp í ruslageymslu við leiksskólann á Stokkseyri í nótt. Tveir fjórtán ára drengir höfðu verið að leika sér með rakettu með þessum afleiðingum. Tvær rúður brotnuðu vegna hitans en skemmdir eru að öðru leyti ekki mjög miklar. Lögreglumenn sem mættu á svæðið röktu fótspor drengjanna í snjónum að dvalarstað þeirra og játuðu þeir verknaðinn þegar á þá var gengið.

Um 150 hafa setið saklausir í Guantanamo

Um 150 saklausir menn hafa verið vistaðir í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu, en tugir hryðjuverkamanna hafa jafnframt verið vistaðir þar. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem Wikileaks hefur lekið.

Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða

Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma.

10 ár í gær frá stofnun Fréttablaðsins

Hinn 23. apríl 2001 kom fyrsta tölublað Fréttablaðsins út. Útgáfa blaðsins átti sér nokkurn aðdraganda, segir Eyjólfur Sveinsson stofnandi Fréttablaðsins.

Rafmagnslaust við Úlfarsfell

Rafmagnslaust var við Úlfarsfellið og í nágrenni um skeið í dag. Orkuveita Reykjavíkur brást snarlega við og lagfærði það sem aflaga fór. Rafmagn var komið aftur á fljótlega eftir klukkan tvö.

Íslendingur varð Evrópumeistari í keilu

Arnar Davíð Jónsson varð í dag Evrópumeistari unglinga í keilu sem fram fór í Þýskalandi. Hann sigraði Robin Menacher, fyrst 225 - 209 og síðan 224-175. Þetta er fyrsti verðlaunapeningurinn sem Ísland hlýtur á Evrópumóti í keilu.

Efndi til fegurðarsamkeppni hesta

Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistans, stóð í dag fyrir fegurðarsamkeppni hesta og ákvað í leiðinni að sýna eigin reiðfærni í heimalandi sínu. Tilgangurinn með keppninni var sá að vekja athygli á Túrkmenistan og rjúfa einangrun ríkisins.

Ekki sitja föst í vantrausti og tortryggni

Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann gerði málefni íslensk samfélags að umræðuefni sínu.

Svæðisfélög VG á Vesturlandi vilja að Ásmundur víki

Svæðisfélög Vinstri grænna í Grundarfirði og Stykkishólmi samþykktu á sameiginlegum fundi sínum á skírdag ályktun þar sem þess er krafist að Ásmundur Einar Daðason segi af sér þingmennsku og hleypi á þing fulltrúa flokksins sem styður ríkisstjórnina.

Tvær klukkustundur í að horfa á klám

Ungir menn á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára eyða að meðaltali tveimur klukkustundum á viku í að horfa á klámefni á internetinu, en jafnöldrur þeirra aðeins um korteri. Þetta kemur fram í könnun sem fréttaþátturinn Newsbeat í Breska ríkisútvarpinu framkvæmdi á dögunum, og tók til þúsund ungra manna og kvenna.

Katrín skartaði sínu fegursta í brúðkaupinu

Hún var troðfull Kópavogskirkjan klukkan sjö í gær þegar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Bjarnason rithöfundur voru gefin saman í heilagt hjónaband. Það er mál manna sem voru viðstaddir kirkjuna að andrúmsloftið hafi verið ákaflega kærleiksríkt í kirkjunni.

Frá New York til Los Angeles í leigubíl

Leigubílstjórinn Mohammed Alam fór á dögunum í einn gjöfulasta túr á starfsævi sinni. Hann ók frá New York til Los Angeles og fékk 5000 dali, eða tæpar 570 þúsund krónur, greiddar fyrir túrinn.

Þriggja bíla árekstur

Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót rétt eftir klukkan sjö í gærkvöld. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn og var hlúð að þeim sem voru í bílunum, en að sögn lögreglunnar á Selfossi slasaðist enginn alvarlega.

Áfram verður hvasst

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út eftir kvöldmatarleytið i gærkvöld vegna óveðurs. Meðal annars fuku þakplötur af verbúð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Engin útköll bárust í nótt.

Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða

Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða.

Herra Bean mætir í konunglega brúðkaupið

Rowan Atkinson, sem leikur Mr. Bean í samnefndum þáttum verður viðstaddur brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar unnustu hans í næstu viku. Gestalistinn í brúðkaupinu var opinberaður í dag. Efstur á listanum er náttúrlega Elton John, en hann söng sig inn í hjörtu prinsanna Vilhjálms og Harrys við útför móður þeirra árið 1997. Búist er við því að David Furnis, vinur Eltons, fylgi honum í brúðakaupið.

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

Það mjög slæmt ferðaveður á vesturhelmingi landsins á morgun, en mun fara batnandi annað kvöld og aðra nótt. Veðrið batnar fyrst sunnantil. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofunni vegna stormviðris á landinu. Fólki er bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Héðinn Íslandsmeistari í skák

Héðinn Steingrímsson varð rétt í þessu Íslandsmeistari í skák. Hann sigraði Henrik Danielsen í fjörlegri skák í lokaumferð Íslandsmótsins sem fram fór á Eiðum þar sem Henrik teygði sig langt eftir vinningi en Héðinn varðist yfirvegað og komst aldrei í hættu. Héðinn hlaut 7,5 vinning og leiddi mótið allt frá byrjun. Bragi Þorfinnsson varð annar með 6,5 vinning og Henrik Danielsen þriðji með 6 vinninga. Með sigrinum tryggir Héðinn sér þátttökurétt í landsliðsi Íslands sem Íslandsmeistari og þátttökurétt í EM einstaklinga á næsta ári.

Katrín Júlíusdóttir giftir sig í dag

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra gengur að eiga unnusta sinn, Bjarna Bjarnason, við hátíðlega athöfn í dag. Þau ætla að láta gefa sig saman í Kópavogskirkju.

Björgunarsveitamenn aðstoða slasaðan snjósleðamann

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru nú að sækja slasaðan snjósleðamann á Tröllafjall í Áreyjardal inn af Reyðarfirði. Á þessari stundu er ekki vitað um tildrög slyssins né hversu alvarleg meiðsli mannsins eru.

Búið að loka í Bláfjöllum

Búið að loka í fjöllunum í dag vegna hvassviðris. Reynt var að opna þar um stundu í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er vaxandi suðaustan átt. Gert er ráð fyrir 10-18 metrum á sekúndu í dag og rigningu seint í dag, en suðvestan 15-23 og rigningu eða slyddu í fyrramálið. Hiti verður 2 til 8 stig, en kólnar á morgun.

Óttast frekari hryðjuverk á Norður-Írlandi

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur beðið fólk þar um að fara að með gát um páskanna vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Yfirvöld hafa einnig aukið öryggisgæslu mjög af sömu sökum. Lögreglumenn fundu í gær töluvert magn af skotfærum í suðurhluta Armagh. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir þremur vikum lét 25 ára gamall lögreglumaður frá Norður - Írlandi lífið í bílasprengjuárás og nú er talið að aftur verði látið til skarar skríða.

Allt fór vel fram á Ísafirði

Talið er að minnsta kosti þrjú þúsund utanbæjargestir séu samankomnir á Rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem stendur yfir á Ísafirði um helgina. Íbúafjöldi bæjarins hefur því nær tvöfaldast. Að sögn lögreglu fór allt vel fram í gær.

Kraftaverk á fæðingardeild

Það má segja að lítið kraftaverk hafi gerst í Þýskalandi í vetur þegar lítil stelpa fæddist eftir aðeins 22 vikna meðgöngu. Hún vóg aðeins 460 grömm. Nú, fimm mánuðum seinna, er litla stelpan farin að spjara sig.

Opið í Kóngsgili

Stefnt er að því að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opið til klukkan fimm í dag, en eingöngu verður opið í Kóngsgili. Ekki verður starfsmannarúta né fyrir almenning. Ástæðan fyrir þessu er að spáin er slæm seinnipartinn.

Sjá næstu 50 fréttir