Erlent

Hattaveisla aldarinnar í uppsiglingu

Óli Tynes skrifar
Elísabet Englandsdrottning mun án efa skarta forláta hatti í brúðkaupinu.
Elísabet Englandsdrottning mun án efa skarta forláta hatti í brúðkaupinu.
Breskar konur búa sig nú undir hattaveislu aldarinnar, þegar þau Vilhjálmur prins og Kate Middleton verða gefin saman um næstu helgi.

Bretar eru þekktir fyrir að vera elskir að höttum. Hattar karlmanna eru að vísu fábrotnir, þeir eru allir eins, en kvenhattarnir eru kapítuli út af fyrir sig. Ascot veðreiðarnar snúast til dæmis hérumbil jafn mikið um hvaða kona er með glæsilegasta hattinn og hvaða trunta dröslast fyrst í mark. Og hvenær er betra tækifæri til þess að máta nýjan hatt en fyrir konunglegt brúðkaup.

Hattameistarar Bretlands hafa því í ýmsu að snúast þessa dagana fyrir brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kötu Middleton hinn 29 apríl. Það eru margar kenningar um það hvers vegna Bretar halda svona mikið upp á hatta. Ein skýringin er auðvitað hið fúla veður.

Sumum þykir það þó ekki nógu flott og virðuleg skýring. Þeir vilja líta til fordæmis konungsfjölskyldunnaar, en breskar drottningar hafa átt mikið hattasafn í gegnum aldirnar. Hin elskaða Elísabet drottning sést sjaldan án höfuðfats.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×