Fleiri fréttir

Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi

Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu.

Hafa vart undan við að prenta úkraínska fánann

Gríðarleg eftirspurn er eftir úkraínska fánanum og hefur Fánasmiðjan á Ísafirði vart undan við að prenta hann. Fjölmargir flagga nú fánanum til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.

Verk­stæði í Grundar­firði brennur

Verkstæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði stendur í ljósum logum og slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar berst nú við eldinn. Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út til að berjast við eldinn.

Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu.

Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur

Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 

Gul veðurviðvörun á Austfjörðum

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og gildir til hádegis á morgun. Hvergi annars staðar á landinu er veðurviðvörun. 

Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa

Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans.

Kviknaði í stórum jeppa á Hólmsheiði

Eldur kviknaði í stórum jeppa á Hólmsheiði á fjórða tímanum í dag. Ökumaður náði að keyra bílinn út af veginum og koma sér út úr honum.

Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS

Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn.

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum

Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum.

Bjóða fundar­laun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez

Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ástandið í Úkraínu verður til umfjöllunar í hádegisfréttum hjá okkur en Zelenskyy Úkraínuforseti segir að jafnvel þótt Rússum tækist að hertaka allar helstu borgir Úkraínu muni Úkraínumenn aldrei gefa upp sjálfstæði sitt.

„Fráveitan hefur ekki undan“

Þrjár tilkynningar hafa borist Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um vatnsleka, meðal annars í Hafnarfirði, í morgun.

Þor­kell dregur fram­boðið til baka í kjöl­far „rætinnar gagn­rýni“

Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti.

Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína

Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum.

Tuttugu nú látnir í flóðunum í Ástralíu

Tveir til viðbótar hafa nú látið lífið í flóðunum sem herjað hefur á íbúa austurhluta Ástralíu síðustu vikurnar. Alls hafa tuttugu nú látið lífið vegna flóðanna.

Flúðu trúarof­beldi í sér­trúar­söfnuðum á Ís­landi

Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða.

Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu

Leiðtogar Evrópuríkjanna munu funda í Frakklandi á fimmtudag til að ræða leiðir til að gera álfuna óháða olíu og gasi frá Rússlandi. Þarlendir ráðamenn hafa brugðist við hugmyndum um verslunarbann á olíu með því að hóta að hætta að selja gas til Evrópu.

Rússneskur almenningur finnur fyrir refsiaðgerðum

Refsiaðgerðir gegn Rússum eru farnar að hafa áhrif á almenna borgara þar í landi. Sendiherra Íslands í Rússlandi segir fólk finna fyrir því að verðlag hafi hækkað á skömmum tíma og að vöruskortur sé byrjaður að myndast.

Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum

Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 

Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í tvær milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt á þeim tólf dögum sem liðið hafa frá því að Rússar réðust inn í landið og eru fólksflutningarnir þeir mestu frá seinni heimstyrjöldinni. Friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa í dag skiluðu litlum árangri.

Eldur í háhýsi í Lundúnum

Slökkviliðið í Lundúnum var með mikinn viðbúnað eftir að eldur kom upp í stóru fjölbýlishúsi í borginni í dag. Eldurinn kviknaði á sautjándu hæð hússins í Whitechapel.

Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 

Of­beldi, kúgun og lygar þrífast vel í ís­lenskum sér­trúar­söfnuðum

Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 

Sjá næstu 50 fréttir