Fleiri fréttir

Ron­aldo vildi Maguire á bekkinn

The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn.

Arteta súr að hafa ekki skorað fjögur eða fimm

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, það er svo erfitt að vinna leiki í þessari deild,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í kvöld. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

Öruggt hjá PSG í Tou­lou­se

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 3-0 útisigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ís­lendinga­lið Kol­stad byrjar á sigri

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27.

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til

Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

„Langar að setja kröfu á Ís­lendinga að koma og styðja við okkur“

„Jú ég viðurkenni það. Mér líður bara ágætlega,“ sagði landsliðsmarkvörður Íslands og nýkrýndur bikarmeistari Sandra Sigurðardóttir aðspurð hvort henni liði ekki nokkuð vel þessa dagana. Sandra ræddi við fjölmiðla fyrir landsleikina mikilvægu sem fram fara í upphafi septembermánaðar.

Tuchel fær sekt fyrir um­mæli sín um Taylor

Thomas Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið sektaður um tuttugu þúsund pund fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik sinna manna gegn Tottenham Hotspur á dögunum.

Nóg um að vera á skrif­stofu Sout­hampton

Þó svo að enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hafi unnið góðan 2-1 sigur á Chelsea um liðna helgi þá ætlar liðið heldur betur að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. 

„Mjög gaman og næs“

Bikarhetja Valsara, Ásdís Karen Halldórsdóttir, hafði aldrei spilað á Laugardalsvelli fyrir síðasta laugardag þegar hún skoraði sigurmark Vals í 2-1 sigri á Breiðabliki í bikarúrslitaleik. Nú er hún mætt aftur vegna komandi landsleikja.

Balotelli yfirgefur Birki og félaga

Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss.

„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“

Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM.

Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu

Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Klopp: Rosalega harkalegt hjá stressuðum eigendum

Jürgen Klopp segir það með hreinum ólíkindum að eigendur Bournemouth hafi rekið knattspyrnustjórann Scott Parker í byrjun vikunnar, eftir 9-0 tap liðsins gegn lærisveinum Klopp í Liverpool.

City að fá stærðfræðiséní í vörnina

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á svissneska miðverðinum Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem fer þá leið í sumar á eftir Norðmanninum Erling Braut Haaland.

„Ég sé ekki eftir neinu“

Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi.

Meistarinn úr leik í fyrstu umferð

Titilvörn hinnar ensku Emma Raducanu lauk strax í fyrstu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt. Hún tapaði fyrir hinni frönsku Alize Cornet.

Íhugaði sjálfsvíg eftir meiðslin og móðurmissinn

John Wall, leikmaður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni vestanhafs, segir síðustu þrjú ár hafa verið sér afar erfið. Hann glímdi við þrálát hásinarslit og missti fjölskyldumeðlimi í kórónuveirufaraldrinum.

Leedsarinn lastar Lampard: „Þetta er hörmulegt“

Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli lærisveina sinna í Leeds við Everton í ensku úrvalsdeildinni gærkvöld. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Everton nálgaðist leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir