Fleiri fréttir

„Ætla ekki í framboð gegn Guðna“

Yfirlýsingar landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar um að hann vilji verða forseti Íslands hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli.

„Þetta lið er mun betra en Suður-Kórea“

„Riðillinn leggst bara vel í mig. Það er gott að vera kominn hingað og það fer vel um okkur á hótelinu og núna erum við að fara halda okkar fyrsta video fund,“ segir Guðmundur Guðmundsson eftir æfingu landsliðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni

Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana.

Ristin brotin og Tryggvi úr leik

Tryggvi Hrafn Haraldsson, knattspyrnumaður úr Val, vonast til að vera farinn að æfa og geta mögulega spilað fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni í vor þrátt fyrir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

Norðmenn snéru taflinu við og Danir völtuðu yfir Túnis

Seinustu leikjum riðlakeppninnar á HM í handbolta lauk í kvöld þegar fjórir leikir fóru fram á sama tíma. Norðmenn unnu góðan endurkomusigur gegn Hollendingum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils, 27-26, og Danir fara með fjögur stig í milliriðil eftir öruggan 13 marka sigur gegn Túnis, 34-21.

Rúnar og félagar úr leik eftir tap gegn toppliðinu

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir að liðið tapaði 2-1 gegn toppliði tyrknesku úrvalsdeildarinnar Galatasaray í kvöld.

Jón Dagur skoraði í grátlegu jafntefli

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark OH Leuven er liðið þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eupen í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist í neðri hlutanum

Fjórtánda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem barist verður í neðri hluta deildarinnar. Fjórtánda umferðin er jafnframt sú seinasta fyrir seinni Ofurlaugardag tímabilsins.

Lærisveinar Arons nældu í sæti í milliriðli

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu í handbolta nældu sér í sæti í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta er liðið vann nauman tveggja marka sigur gegn Belgíu í lokaumferð H-riðils í kvöld, 30-28. 

Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu.

Ólafur haltraði af æfingu

Ólafur Andrés Guðmundsson verður væntanlega ekki með Íslandi gegn Grænhöfðaeyjum en hann varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Suður-Kóreu.

Fyrsta æfingin í Scandinavium | Myndir

Strákarnir okkar komu til Gautaborgar um miðjan dag og drifu sig á æfingu til þess að hrista af sér slenið eftir ferðalagið frá Kristianstad.

Með tvo ólöglega leikmenn en sigurinn stendur

Íslandsmeistarar Vals unnu 13-0 sigur gegn Fram í fyrsta leiknum í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta síðastliðinn föstudag. Sigurinn stendur, þrátt fyrir að Valur hafi teflt fram tveimur ólöglegum leikmönnum.

KSÍ styður Norrænu EM-umsóknina

Knattspyrnusamband Íslands styður sameiginlega umsókn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um að halda EM kvenna eftir tvö ár.

HM í dag: Eftir að sakna fríkadellunnar

Síðasti þátturinn af HM í dag frá Kristianstad var tekinn upp í smá svekkelsiskasti yfir því að Ungverjar töpuðu með sjö marka mun gegn Portúgal.

Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar

NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns.

FH nælir í varnarmann úr Breiðholti

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og mun því halda áfram að spila í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð.

Drepinn af hundunum sínum

Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri.

„Ör­lítið verri en Geor­ge skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru.

Sjá næstu 50 fréttir