Gagnrýndi mótafyrirkomulagið en vann síðan 3,5 milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 22:46 Scheffler fagnar með FedEx-bikarinn á lofti. Vísir/Getty Scottie Scheffler fór með sigur af hólmi á lokamóti PGA-mótaraðarinnar en mótinu lauk nú í kvöld. Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu. Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu.
Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira