Fleiri fréttir

60% líkur á Alonso fari til Renault

Flavio Briatore, yfirmaður hjá Renault liðinu í Formúlu 1, segir að það séu meiri líkur en minni á því að Fernando Alonso snúi aftur til liðsins fyrir næsta tímabil. Briatore vonast til að Alonso verði búinn að ákveða sig um miðja vikuna.

Glock ráðinn ökumaður Toyota

Lið Toyota í Formúlu 1 gekk í dag frá ráðningu þýska ökuþórsins Timo Glock fyrir næsta tímabil. Glock ók fjórar keppnir fyrir Jordan liðið árið 2004 og verður félagi Jarno Trulli hjá Toyota á næsta tímabili. Hann er 25 ára gamall og var áður reynsluökumaður hjá BMW Sauber, en fyllir nú skarð landa síns Ralf Schumacher hjá Toyota.

McLaren tapaði

Lið McLaren í Formúlu 1 tapaði í dag áfrýjun sinni gegn úrslitunum í lokakappakstrinum í Brasilíu og því er Kimi Raikkönen loksins staðfestur heimsmeistari ökuþóra.

Horner segir að Alonso fari til Renault

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull-liðsins, segir að Fernando Alonso muni snúa aftur á heimaslóðir og keppa fyrir Renault á næsta ári.

Úrskurðað í máli Hamilton á morgun

Á morgun kemur í ljós hvort Lewis Hamilton verður úrskurðaður heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, þegar tilkynnt verður um niðurstöðu áfrýjunar McLaren liðsins.

Renault sakað um að njósna um njósnara

Forráðamönnum Renault liðsins í Formúlu 1 hefur verið gert að mæta fyrir Alþjóða Bílasambandið og svara þar fyrir ásakanir sem komnar eru fram á hendur liðinu. Það er grunað um að hafa undir höndum trúnaðarupplýsingar frá liði McLaren sem sjálft var sektað um 100 milljónir dollara fyrir svipað brot í sumar.

Höfuðstöðvar McLaren rannsakaðar

Teymi sjálfstæðra tæknisérfræðinga hefur nú heimsótt höfuðstöðvar McLaren liðsins í Formúlu 1 á Englandi þar sem því var gert að fara yfir hönnun liðsins fyrir næsta tímabil.

Schumacher snýr aftur

Sjöfaldur heimsmeistarinn Michael Schumacher hefur ákveðið að setjast við stýrið hjá Ferrari á ný og hefur samþykkt að aðstoða liðið við bílprófanir í Barcelona í næstu viku, Talsmaður kappans útilokar þó að þýski ökuþórinn ætli að byrja að keppa í Formúlu á ný.

Alonso staðfestir viðskilnaðinn

Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift.

Sjá næstu 50 fréttir