Fleiri fréttir

Ár fáránleikans

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði.

Bleika lýsum grund

Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður.

Skammarleg íslensk þögn

Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir.

"Bara helgisaga“

Davíð Þór Jónsson skrifar

Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: "En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.“ Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: "Jólin eru komin.“

Dauði, skattar og jólin koma

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu "ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa“ vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla.

Jólasaga sem virkar

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir?

Gleðin í gjöfunum

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ragnheiður TryggvadóttirÁ jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu.

Stærsta frétt ársins

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu.

Bíóbörn

Gerður Kristný skrifar

Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim.

Jóladraumur

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku.

Kona í flóði

Ég ætti örugglega ekki að vera að skrifa þennan pistil en geri það nú samt. Hann verður til í ölduróti í brjáluðu bókaflóði. Einhvers staðar í útsoginu svömlum ég og frábæru konurnar sem flúðu frá Írak og fengu hæli á Akranesi.

Að gefnu tilefni

kolbeinn óttarsson Proppé skrifar

Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir.

Organdi blaðabossar

Stök bleyja, svífandi út af fyrir sig á sporbaug um jörðu, þvælist alltaf fyrir vitum mér þegar geimfara ber á góma. Júrí Gagarín sem fór fyrstur út í geiminn, Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið og risableyjan sem geimfarinn Lisa Nowak setti á sig fyrir 1.600 kílómetra leið frá Texas til Flórída (til að þurfa ekki að stoppa til að fara á klósettið) drakk í sig hugmynd mína um geimfara. Tilgangur þeirrar ferðar var að ræna keppinaut sínum í ástarmálum og var hún dæmd fyrir tilraun til mannráns. Ég hef aldrei getað horft á geimfara eftir þá uppákomu án þess að spá í því hvort hann sé búinn að gera í bleyjuna sína.

"Þetta ríður okkur að fullu“ aðferðin

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt sérfræðingar geta leitt okkur á tæknisviðinu. Með hugvitið að vopni hafa menn fundið upp tæki sem gera fótalausum kleift að hlaupa á við mestu spretthlaupara, fólki sem er lamað fyrir neðan mitti kleift að ganga um gólf og síðan senda þeir vélmenni til Mars.

Fimmti flokkurinn

Davíð Þór Jónsson skrifar

Mörgum er uppsigað við hinn svokallaða fjórflokk. En staðreyndin er sú að við búum ekki við fjögurra flokka kerfi, heldur fimm. Fimmti flokkurinn skiptir reglulega um nafn og sjálfsmynd en hann er alltaf athvarf þeirra sem vilja vera partur af kerfinu en finna sig ekki í hinum hólfunum. Fimmti flokkurinn, hvort sem hann heitir Borgaraflokkurinn,

Íslenskt eitur: Já takk!

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu.

Mikið er gaman að lifa

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: "Mikið er gaman að lifa.“

Verslað eins og fífl

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum.

Virðing fyrir vísindunum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti.

Ævintýri að austan

Gerður Kristný skrifar

Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur.

Með píslarvottorð í leikfimi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað.

Jólastjörnuholið

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt.

Sjá næstu 50 greinar