Sex hlutu fangelsisdóma fyrir framleiðslu amfetamíns og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu
Dómur var kveðinn upp í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls voru sex ákærð vegna málsins og fengu þau öll þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma fyrir framleiðslu amfetamíns og umhverfisspjöll.