Gunni og Felix kynna glænýtt jólalag
Gunni og Felix kynna glænýtt jólalag, Náttfatapartý, en lagið tengist nýrri leiksýningu þeirra félaga, Jól á náttfötunum, sem verður í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði alla sunnudaga á aðventunni. Félagarnir kíktu í spjall til Siggu Lund í dag og það var glatt á hjalla.