Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað

Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins.

Innherji
Fréttamynd

Hefja gjald­töku við Jökuls­ár­lón í sumar

Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 

Innlent
Fréttamynd

For­maður BHM ryður burt stað­reyndum

Formaður BHM fór mikinn í fréttum RÚV í vikunni um að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu væru grunnurinn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði síðastliðin ár. Skoðum þetta aðeins.

Skoðun
Fréttamynd

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“

„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ör­magnaðist á göngu

Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af hverjum fimm frá Bret­landi og Banda­ríkjunum

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og sjálf­bær fram­tíð

Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­menn fagna grænni orku­vinnslu

Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra

„Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki út­séð með á­hrif verk­falla á hótelin

Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum

Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna

Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið