Lífið

Fréttamynd

Bankaforstjóri selur glæsi­hýsi í Laugar­dalnum

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, hefur sett glæsilegt hús að Dyngjuvegi 2 í 104 Reykjavík á sölu. Húsið er 594 fermetra einbýlishús, þar af er 55 fermetra bílskúr með hjólageymslu. Húsið er staðsett á 1704 fermetra glæsilegri lóð með útsýni yfir Laugardalinn. Óskað er eftir tilboðum í eignina en fasteignamatið er 289.250.000 krónur.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni

Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók.

Lífið
Fréttamynd

Auð­veldara að vera að­eins væmnari saman

„Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna.

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tán ó­missandi hlutir í úti­leguna

Hvað er dásamlegra en sólríkar sumarnætur í guðs grænni náttúrunni í góðum félagsskap? Að mati margra er það ómissandi þáttur af sumrinu. Þegar kemur að því að pakka niður fyrir ferðalagið er að mörgu að huga fyrir utan þann grunnbúnað sem fylgir útilegunni. 

Lífið
Fréttamynd

Gústi B fann ástina hjá Haf­dísi Sól

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. 

Lífið
Fréttamynd

Undur­fagurt og heillandi ein­býli í Mos­fells­bæ

Við Byggðarholt í Mosfellsbæ er að finna einstaklega fallegt 180 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1977. Húsið er innréttað á sjarmerandi máta og fengið heilmikla yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum með tilliti til hins upprunalega byggingarstíls. 

Lífið
Fréttamynd

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk ó­vænta heim­sókn

Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Lífið
Fréttamynd

Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsis­dóm

Einkaþjálf­ar­inn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey ást­fangin

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er komin á fast. Sá heppni heitir Charlie Christie og vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles. 

Lífið
Fréttamynd

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Crazy Town látinn

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Lífið