Lífið

Fréttamynd

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta sat náttúr­lega í manni í mörg ár“

„Það var eiginlega bara sekúnduspursmál hvenær það myndi kvikna í,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem árið 1979 varð vitni að þyrluslysi á Mosfellsheiði, því seinna af tveimur með fárra klukkustunda millibili. Ragnar var staddur á slysstað á vegum Morgunblaðsins, þar sem hann starfaði sem fréttaljósmyndari, en endaði á því að ganga í björgunarstörf.

Lífið
Fréttamynd

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo

„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Lífið
Fréttamynd

Hafði ekki hug­mynd um að ein­stakt hjól sitt væri týnt

Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Spila í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár.

Lífið
Fréttamynd

Segir föður sinn hafa verið við hesta­heilsu

Leslie Hackman dóttir stórleikarans Gene Hackman segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu áður en hann fannst látinn. Hún segir ekki hafa merkt neitt undarlegt í samskiptum við föður sinn áður en hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Sepultura bætist við þétt­setið þungarokkssumar

Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.

Lífið
Fréttamynd

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Lífið
Fréttamynd

Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki

Sverrir Þór Sverrisson sýndi liðsfélaga sínum í Alheimsdraumnum Pétri Jóhanni Sigfússyni úr hverju hann var gerður þegar hann tók sig til og hékk út úr bíl hvers ökumaður keyrði á ógnarhraða og „driftaði“ á eins og hann ætti lífið að leysa.

Lífið
Fréttamynd

Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur.

Lífið
Fréttamynd

Hugsi yfir reynslulausum sér­fræðingum

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir áhugavert að í hvert einasta skipti sem tekið sé viðtal við einhvern sem segist líða vel á „öfgakenndu“ matarræði eða hafi lagað líkamlega veikleika spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að slíkir hlutir séu stórhættulegir. Sérfræðingar sem hafi ekki reynt hlutina á eigin skinni. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“

„Ég hafði húmor fyrir mér og sagði bara að fólk mætti segja það sem það vildi. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Þetta var orðið mjög ýkt, skrýtið og svolítið hættulegt fyrir mig,“ segir Sonja Valdín um reynslu sína af Söngvakeppninni árið 2018. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið